þriðjudagur, mars 27, 2007

Ég átti ,,ammæli" í gær, ég átti ,,ammæli" í gær, ég átti ,,ammæli" ég sjálf... (sungið með sínu nefi)

Úff já, dagurinn í gær rann upp og EKKERT sem ég gat gert til að koma í veg fyrir það... Nei, nei, þetta var nú ekki SVO slæm lífsreynsla. Dagurinn var nú bara líkur öðrum dögum. Ég vaknaði til að lesa og eftir að hafa lesið örlítið um brjóstholsskurðlækningar fór ég í baðhúsið og stóð þar á öndinni með angana út í loftið í um klukkutíma. Einstaklega endurnærandi en ekki laust við að strengirnir létu aðeins kræla á sér. Sem betur fer fékk ég afsökun til að lesa ekki seinnipartinn ;) Hún Vala frænka bauð mér á kaffihús og svo eyddum við eftirmiðdeginum saman með Gesti Aroni auðvitað, litla kúti, sem varð náttúrulega að fá sinn skammt á kaffihúsinu þó uppáhaldið hans hafi ekki verið á matseðlinum... og nú mega menn geta í eyðurnar ;)

Í gærkveldi kom svo Jón ,,litli" frændi minn í heimsókn. Ætluðum að skella okkur í bíó en fundum ekki neina mynd sem okkur langaði eitthvað sérstaklega á. Þá kom hugmynd að fara í keilu en... í staðinn tókum við alveg hreint ógeðslega væmna stelpumynd á leigu (Family stone), svo væmna að ÉG var næstum búin að kasta upp við áhorfið... ótrúlega amerísk vella, segi ekki meir. Sem betur fer var samt hægt að skella upp úr inn á milli. Þetta minnti mig bara nánast á bíóferðirnar okkar um árið Ingibjörg... nema kannski ekki alveg eins slæmt. Enginn ,,Punisher" allavega ;)

Annars er lífið bara yndislegt og ég get hreint ekki kvartað, þó þessi lestur hangi yfir manni næstu vikurnar. Það er sól úti, dinner á Vegamótum með nokkrum af mínum uppáhalds skvísum í kvöld og páskarnir á næsta leyti og þá verður nú ýmislegt afrekað annað en lestur. Svo styttist bara óðum í Thailand baby, Thailand :D

Þar til næst

6 Comments:

At 12:25 e.h., Blogger Sólveig said...

Með ráðum gert að blogga ekki um gærdaginn fyrr en í dag... Hið besta trix til að komast að því hverjir mundu eftir deginum og hverjir ekki ;)

Alveg ótrúlegasta fólk sem mundi eftir þessu :D

 
At 8:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æji mikið er nú gott að þú áttir góðan dag dúllan mín!
Annars jafnast nú fátt á við bíóferðirnar okkar forðum..hehh
Páskabingó á þriðjud í næstu viku, verðuru komin?!?

 
At 12:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nei, reikna með að bruna norður á miðvikudeginum... EN þá eru það bara Hvanndalsbræður 5. og svo Ljótu hálfvitarnir í Skjólbrekku 6. :D Jei!

Knús,
Sólveig

 
At 10:08 f.h., Blogger Elva said...

Gaman að heyra að að lífið leikur við þig þessa dagana.

En hverjir eru ljótu hálfvitarnir?

Love,
Elva

 
At 4:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ljótu hálfvitarnir eru að sjálfsögðu frá Húsavík..

 
At 9:48 f.h., Blogger Elva said...

hahahahaha..... hvað annað?

 

Skrifa ummæli

<< Home