fimmtudagur, mars 29, 2007

Wild Hogs!

Skellti mér í bíó í kvöld og sá þessa mynd ,,Wild Hogs". Mynd sem fjallar um 4 miðaldra karlmenn sem skella sér í roadtrip á Harley hjólunum sínum til að kæfa gráa fiðringinn og finna gaurinn í sér aftur - hljómar kannski ekki skemmtilega, en myndin kemur á óvart og er fyndin. Reyndar mjög svo einfaldur aulahúmor, en hey ef maður getur ekki hlegið að því þá á maður bágt. Þessi mynd fer nefnilega ekki yfir aulahúmorsmörkin, þið vitið þegar vitleysan er komin út í öfgar og hætt að vera hlægileg... humm.. jú kannski á köflum en það er ekki áberandi. Mæli því tvímælalaust með þessari mynd fyrir videokvöld þegar þið viljið kitla hláturstaugarnar og ég hef tröllatrú á því að hláturinn lengi lífið. Getið því horft á þessa mynd skv. verðandi læknisráði ;)

Maðurinn við hliðina á mér í bíóinu hló líka svona skemmtilega hátt og furðulega að það eitt hefði nægt til að fá mig til að skella upp úr, svo kannski var hann lykillinn að því að mér fannst þessi mynd svona fyndin. Menn ættu því kannski að hafa upp á honum áður en menn leigja myndina, svona til öryggis. Hláturinn hans vóg reyndar ekki alveg upp á móti reykingalyktinni af honum...

En nú er það draumalandið - þar sem ég þori kannski að vera mótorhjólagella og bruna um á HD, þó ég þori það ekki fyrir mitt litla líf svona ,,live" :/

5 Comments:

At 7:23 f.h., Blogger bergthora said...

Elsku kerlingin m'in th'u verdur ad passa thig ad gera ekki 'utaf vid thig 'i jimminu.
Annars th'a hlakka 'eg til ad sj'a thig 'a fimmtudaginn:)

 
At 10:57 f.h., Blogger Elva said...

Þér er hér með boðið í Thump Star túr í Eyjafirði eða Mývó, sumarið 2008. Díll?

 
At 11:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Júhú... Hlakka til og tek ykkur Thump Star eigendurna á orðinu :D

Kv. Sólveig

 
At 2:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að þetta var ekkert alvarlegt þarna í ræktinni, en ég veit ekki hvort maður myndi höndla það ef maður fengi þessa spurningu, þó að maður væri búin að læra, þetta er allavegana ekki til að hvetja neinn til að fara út í þetta nám, að mínu mati.
vonandi verða engar svona uppákomur á fimtudaginn, en ég vonast til að sjá þig þá hressa og káta, svo ekki ofgera þér í ræktinni
Vala

 
At 5:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Júhú!!! Vala tala mætir á Græna Hattinn :) Glæsilegt. Nú hlakka ég enn meira til :D

Tek ræktina alveg á mátulegum hraða... þetta kemur allt.

Kv.
Sólveig

 

Skrifa ummæli

<< Home