mánudagur, apríl 02, 2007

Slátur...!!!

Ó já lesendur góðir... SLÁTUR! En ekki lifrarpylsa eða blóðmör eins og borin er fram í sveitinni, og ekki blodpudding eins og þeir gera í Svíjaríki, ónei ónei, þetta blogg verður tileinkað annars konar slátri...

Ég gleymdi nefnilega alveg að minnast á hápunkt laugardagsdjammsins... Ég endaði nefnilega á Óliver eftir tónleikana og hékk þar með 3 mismunandi gengjum eftir því sem kvöldið drógst á langinn. Einmitt á þeim tíma sem ég sat við borð með Betu, Siggu og fleirum þá kemur eitt stykki Skoti labbandi fram hjá borðinu. Ég reyndar veit svo sem ekki hvort hann var frá Skotlandi... en hann var allavega í skotapylsi. Einhvern veginn æxlast nú málið svo að hann er eitthvað að reyna að komast fram hjá Siggu, svona pínu vandræðalegt eins og þegar maður ætlar að víkja til vinstri og manneskjan á móti víkur til hægri (frá henni séð) og svo sviss þar til menn hafa dansað salsa þarna í einhvern tíma... (Sorry! Nú missti ég mig aðeins :/) Allavega! Sigga gerði það sem margir hafa hugsað en ég hef aldrei séð neinn framkvæma áður, hún kippti pylsinu upp... og mítan er sönn...!!! Ó já, því við henni og okkur hinum við borðið blasti þetta líka litla slátur (kannski sönnun á annari mítu með að Skotar hafi stór reður). Við vissum ekki alveg hvernig við áttum að bregðast við né hvernig hann myndi bregðast við... Við allavega sprungum úr hlátri og fórum nett hjá okkur... Skotinn var bara pollrólegur og reyndi að sannfæra okkur um að nú væri komin röðin að okkur. Hann hafði samt ekki erindi sem erfiði en maður gæti velt því fyrir sér hvort þetta sé einmitt tilgangur hans með því að mæta í skotapylsi á djammið...!!!

Þetta ætti maður allavega alveg að geta kallað... slátur í beinni!

Njótið heil!

5 Comments:

At 12:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhh vildi að ég hefði verið viðstödd þessa athöfn. Hlýtur að hafa verið svo fyndið móment.
En já gella ég er farin að hlakka til að fá þig heim.

 
At 10:50 f.h., Blogger Elva said...

TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA KOMIN Í PÁSKAFRÍ!!!!!!

Verður slátur á boðstólnum um páskana? ;o)

 
At 11:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha... heldurðu að það hafi ekki verið slátur í kvöldmatinn hérna heima í gær ;) Mín beið því hálfkalt slátur eftir ferðalagið... reyndar ekki skoska útgáfan, HAHAHA :D

Kv.
Sólveig

 
At 5:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Enda hefði verið gaman að heyra söguna af því hvernig amma komst yfir skoskt slátur;)
Vala

 
At 3:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha... Hættiði nú alveg eða drepið mig endanlega... HAHAHAHAHA :D

Kv.
Sólveig

BTW... Takk fyrir í kvöld :)

 

Skrifa ummæli

<< Home