sunnudagur, apríl 01, 2007

Atlantic Music Event 2007

Nú ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að gera alveg hreint fullorðins bloggfærslu, með myndum og tenglum og alls konar krúsídúllum svo það verður spennandi að sjá hvernig til tekst.

Þá er Atlantic Music Event 2007 lokið og stóðust alveg væntingar. Held að Færeyingar eigi alveg ógrinni af efnilegum tónlistarmönnum ekkert síður en við Íslendingar, sem þó viljum helst eiga heimsmet í öllu og það með talið fjölda efnilegra tónlistarmanna.


Hérna er hann Brandur Enni að taka nokkra ljúfa tóna.
Drengurinn er ekki nema 18 eða 19 ára, semur ástarsöngva
eins og ítalskur hjartaknúsari... Hann á eftir að þroskast á næstu
árum, bæði röddin og vonandi temur hann sér
fjölbreyttari textasmíð. Hér má svo hlíða á tóna hans
fyrir þá sem hafa áhuga :)


Næstur á ,,pallinn" eins og þeir segja á færeysku var svo
Teitur karlinn. Hann er með furðulegustu sviðsframkomu
sem ég hef séð, jaðrar við að maður fái það á tilfinninguna
að hann sé einhverfur tónlistarsnillingur.
Hann er líka með mjög sérstaka rödd, sem myndi
ólíklega flokkast undir að vera beint falleg, en hún er svo
furðulega heillandi samt að maður nánast fellur í stafi
við að hlusta á hann. Hvet ykkur til að dæma um það sjálf
með því að klikka hér.


Eivör ofurdífa var svo næst í röðinni og hún bætist á lista
yfir þær konur sem ég myndi vilja stela röddinni frá ef ég
fengi töframátt einn daginn. Ótrúlega sterk rödd og fáránlega
breitt raddsvið sem heillar mann alveg upp úr skónum og
sviðsframkoma í stíl. Hvet alla til að hlusta á útsendingu
Rásar 2 af þessum tónleikum næstkomandi föstudag
kl 16:05 eða kíkja á þetta til að svala örlítið forvitninni.


Það síðasta sem ég sá svo í þetta skiptið var hann
Högni Lisberg sem ég hugsa að dæmist sem idol kvöldsins,
allavega ef marka má aðdáun kynsystra minna í yngri kantinum.
Þær hreinlega slefuðu og gott ef sumar bleyttu ekki brók
svo mikil var hrifningin. Hann er náttúrulega klassa gaur
með hressa og skemmtilega sviðsframkomu.
Ég hef allavega hug á að fylgjast meira með hans efni
í framtíðinni og til að koma ykkur á bragðið
mæli ég með að þið klikkið á þetta.

Fyrir ofur-áhugasama einstaklinga um þessa færeysku tónlistarmenn er líka vert að benda á Rokklandsþátt Óla Palla frá því í síðustu viku, en þar eru þeim gerð góð skil eins og Óla er einum lagið. Skelli inn link til að auðvelda ykkur þetta ;)

En ætli ég segi þessari fullorðins bloggfærslu ekki lokið í bili. Þar til næst...
Adios! :D

3 Comments:

At 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki frá því að þessi fullorðins færsla þín hafi bara tekist ágætlega hjá þér!
Til hamingju

 
At 10:24 f.h., Blogger Elva said...

Já flott færsla. Ég er einmitt að hlusta á Brand Enni í þessum töluðum. Klikkaði á fyrsta linkinn þinn :) Ég er ekki frá því að þetta lag sem ég er að hlusta líkist bara týpísku Eurovisionlagi :/ (kallast Lifelong Lovesong).

 
At 11:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

já, það hljómar eins og norska eurovisonlagið sem þeir voru með hérna fyrir nokkrum árum :)

Kv. Sólveig

 

Skrifa ummæli

<< Home