fimmtudagur, apríl 12, 2007

Mánuður í prófið :/

Jæja gott fólk! Ég er á lífi, ekki það reyndar að ég láti mér detta í hug að fólk efist eitthvað um það eftir bara nokkra daga blogghlé, en það má alltaf vona ;)

Ég ætla bara rétt að deila með ykkur hugleiðingu minni um nýtt slagorð 10-11 búðanna sem bylur á hljóðhimnum manns í hvert skipti sem maður opnar útvarp. ,,Ekki flækja lífið..." Er líf okkar nú orðið svo óendanlega flókið að við getum ekki lengur eldað eða skellt okkur í lágvöruverslun, sem er orðnar nánast á hverju götuhorni? Eða er bara svona ofboðslega einfalt að láta hreinlega ræna sig í 10-11 um hábjartan dag og það jafnvel í miðri viku? Ég get æst mig yfir fáránleika þessarar auglýsingar. Þýðir það þá að ég vil flækja lífið? Er ég kannski föst í viðjum míns of flókna Bónus-lífs?

Tja! Maður spyr sig...

3 Comments:

At 7:08 f.h., Blogger Elva said...

Gott að þú bloggar enn þrátt fyrir próflestur.

Passaðu þig bara á því að flækja þig ekki í flókna Bónuslífinu ;o)

Risaknús!!!

ps. takk fyrir póstinn :)

 
At 3:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

æjjjh hvað það er gott að búa á hótel mömmu og senda hana bara í selið fyrir sig, þá þarf maður ekkert að vera að flækja málin...

 
At 11:02 f.h., Blogger Hannes said...

blíðar heilsur !

 

Skrifa ummæli

<< Home