What's up?
Ætla að skella inn litlu fréttaskeyti hérna í tilefni þess að ég er þreytt á lestri :)
Síðustu helgi brunaði ég heim í sveit til að vera viðstödd fermingu Ástu frænku. Hún er náttúrulega alveg ótrúlega sæt skvísan og bara alveg hreint myndarlegasta fermingarbarn sem ég hef séð frá upphafi svei mér þá. Sjáið bara sjálf...
Svo verð ég bara líka að halda í hefðina með að sýna myndir af krílunum heima. Þau voru hressari sem aldrei fyrr og eru farin að tala út í eitt. Þau verða óstöðvandi áður en langt um líður.
Annars er fátt nýtt sem drífur á daga mína, les hérna lyflæknisfræði og uppgötva svo sem alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi... held reyndar að þessi lestur sé farinn að taka sinn toll því það er komin einhver innri óeirð í mig og ég held tangarhaldi í bækurnar til að henda þeim ekki frá mér og gleyma mér í kæruleysi og tilhlökkun fyrir Tælandsferð. Ætla líka að skella mér á Diktatónleika í kvöld sem ég hlakka þvílíkt til að fara á, svo þið sjáið að það þarf alveg óskaplega lítið til að kæta mig :)
Verð líka bara að minnast að ég fór í bíó um daginn, á mynd sem heitir ,,the Shooter" með Mark Wahlberg í aðalhlutverki og einhverri skvísu sem fór alveg ótrúlega mikið í taugarnar á mér fyrir mjög sterkan suðurríkjahreim. Myndin er ósköp þunn en ágætis afþreying og ég veit um allavega eina sem gæti átt eftir að slefa nokkrum munnvatnsdropum yfir MW... (IB).
En best að læra smá meira um nýrun áður en ég skelli mér í bæinn. Aldrei að vita hvenær það gæti komið sér vel að slá um sig á börum borgarinnar með fróðleik um sýru/basajafvægi... HAHAHA... :D
1 Comments:
Takk fyrir fréttaflutninginn. Ég stækkaði myndina af Ástu í kirkjunni og vááá hvað hún er alveg eins og Unnur á þeirri mynd.
Kveðja úr rigningarúðanum í Auckland.
Skrifa ummæli
<< Home