sunnudagur, apríl 15, 2007

Ofbeldisfullt Draumaland...???

Hvað er í gangi eiginlega? Fyrir nokkrum morgnum vaknaði ég með verk í nefinu og var helaum á mótum brjósks og beins. Ég hélt fyrst að þetta væri tengt kvefinu mínu eða að ég væri hugsanlega komin með sýkingu því þetta var bólgið allt líka. Eða var ég kannski kýld í Draumalandinu? Tja... maður spyr sig.

Í morgun vaknaði ég svo að drepast í hálsinum. Ekki svona eins og þegar maður er með hálsbólgu heldur eins og að ég hafi verið lúbarin á barkann, þið vitið svona eins og menn fá í bíómyndunum. Það er vont að kyngja og mjög svo vont að koma við hálsinn bara allan nánast.

Ég held hreinlega að ég verði að fara að skipta um Draumaland. Það er eitthvað athugavert við þetta allavega.

5 Comments:

At 10:58 e.h., Blogger Elva said...

Jedúddamía. Það gæti verið varasamt að deila rúminu með þér þessa dagana. Vonandi fer þessum látum að linna ;o)

 
At 12:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Engir nýjir áverkar í dag :)

Kv.
Sólveig

 
At 9:56 e.h., Blogger Elva said...

hahahaha!!!

Talandi um Draumaland, hefur þú lesið Draumalandið? Ef svo, er þetta "must read" bók?

 
At 1:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sorry Elva mín! Hef ekki lesið bókina enn, er alltaf að bíða eftir að fá hana hjá Höllu. Það kemur að því samt :)

Kv. Sólveig

 
At 11:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú ættir að koma í mitt draumaland, hér er undanfarið lítið annað en rómantík og næs á sólarströndum (sandurinn er meira að segja mjúkur og fer ekkert þú veist hvert)
Vala

 

Skrifa ummæli

<< Home