fimmtudagur, apríl 19, 2007

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Jæja gott fólk! Það er komið sumar... eins og segir í laginu. Þó að veðrið hafi verið einstaklega fallegt hérna í höfuðborginni í tilefni dagsins þá var ekki laust við að það væri aðeins kalt, en sólin skein og það blakti varla hár á höfði. Veturinn klikkti út með stórviðburðum í miðbænum þar sem sannarlega var heitt, annarsvegar í eldinum í Pravda og hins vegar í heita vatninu á Laugarveginum. Ótrúlegt alveg... en Pravda var líklega heitasti staðurinn í bænum um tíma ;)


Hér gefur að líta það sem eftir er af staðnum sem hefur verið viðkomustaður læknanema eftir vísindaferðir síðustu misseri, en hann má muna fífil sinn fegurri.


Ég get svo sem ekki sagt ykkur neinar stórfréttir. Ég er á leiðinni heim í sveit í dag, ferming hjá systur minni, eða já öllu heldur dóttur systur minnar á morgun og svo bara brun í bæinn aftur á sunnudaginn. Hvernig þetta fer með lestur skín alveg í gegn, en það verður bara að hafa það. Ásta skvís fermist líklega bara einu sinni og ég vil ekki þurfa að missa af því takk fyrir. Verð bara að láta nokkrar myndir af litlu krílunum fylgja með.


Katla skvísan hefur frekar sérstakan smekk, hún rífur í sig heyið frá kindunum með bestu list. Hún stendur í garðanum og velur sér bestu tuggurnar úr rígresisrúllunum og hérna er hún einmitt alsæl með lúku, sérvalin frá lambsmóðurinni, sem gefur að skilja fær besta heyið ;)
Það rifjaðist reyndar upp fyrir mér að eitt það sem manni fannst einna best í den var að komast í rígresið í votheysturninum svo kannski er margt líkt með skyldum þegar allt kemur til alls.


Hérna er svo Bárður meistari aðeins að taka til í fjósinu. Ótrúlegt hvað fata, skófla og smá sandur getur haft ofan af fyrir þessum litlu dýrum. Ég var reyndar virkur þáttakandi í þetta skiptið en það festist ekki á digital form :D

Hætt í bili. Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og vona að það reynist ykkur öllum einstakt.

3 Comments:

At 11:22 f.h., Blogger Elva said...

GLEÐILEGT SUMAR ELSKU SÓLVEIG MÍN!!!!

Góða ferð norður. Ég bið kærlega að heilsa í sveitina :)

Sumarkveðja!

 
At 6:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, það er sko margt ætilegt að finna í húsunum. Maður lifði hér áður fyrr á fiskimjöli og fóðurbæti. Lá svo í garðanum á næturvöktum í sauðburði og sleikti saltstein eins og maður ætti lífið að leysa. Og svo fannst mér alltaf svo góð úldna lyktin úr síldartunnunum, sem var gefin hestunum. Mér var harðbannað að næla mér í bita, en djöfull langaði mig! Shit hvað maður var taddsaður í hausnum /c:

 
At 11:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Taddsaður segirðu! Ég þurfti smá stund til að skilja hvað þú varst að fara með þessu orði sem telst til núyrða í minni orðabók, en ætli það verði mér ekki álíka tamt og frasinn góðkunni ,,DREPTU mig ekki..." hehehe

Annars bara fínt að frétta úr snjónum í sveitinni, en meira um það síðar :)

Sólveig

 

Skrifa ummæli

<< Home