þriðjudagur, maí 06, 2008

Boot camp

Ég er að farast. Hérna á mínum bæ eru nefnilega ekki venjulegir strengir í gangi heldur alveg symfónía og það alveg hreint á fullu. Næsti tími á morgun og ég er ekki alveg að sjá að ég verði farin að hlaupa um á morgun, en ég ætla samt að mæta.

Og hananú!

fimmtudagur, maí 01, 2008

NY, NY

Nú fer fögnuður um lýðinn, hann hreinlega tryllist og ég átta mig á því að vinsældir þessarar síðu jafnast á við vinsældir Bítlanna þegar þeir voru upp á sitt besta. Karlmenn jafnt sem konur hreinlega urlast og fella tár í stríðum straumum. Ekki langt frá því að vera satt eða hvað?

LOKSINS, loksins kemur færslan sem ALLIR hafa verið að bíða eftir,  færslan um NY-ferðina. Hún hófst eins og svo margar aðrar utanlandsferðir, á flugvellinum í Keflavík. 
Eftir smá bjór, 6 tíma flug, 20 mínútna power nap í byrjun flugs og svo taxi-ferð til Manhattan mættum við á hostelið okkar á ,,the upper west side". 
Sumir gætu efast um að það hafi verið góð hugmynd að gista á hosteli í NY, 
en myndirnar á heimasíðunni litu bara þokkalega út og við vorum mjög svo tilbúnar til að
spara pening á gistingu... þetta er nefnilega bara einfalt reikningsdæmi, peningurinn sem þú sparar á gistingu getur með góðri samvisku farið í önnur útgjöld... eins og föt og góðan mat :)

Herbergið okkar var hins vegar töluvert mikið öðruvísi en myndirnar á netinu... Þegar við opnuðum dyrnar rétt smaug hurðin framhjá rúminu... KOJUNUM... og autt gólfpláss var minna en 1 fm2, svei mér þá.


Hér gefur að líta herbegið okkar yndislega. Það fór reyndar eins og við vorum búnar að ræða að við vorum bara þarna til að sofa, ekkert annað. Og þetta var ágætlega hreint og klósettin voru vel þrifin og sturtan var rúmlega nothæf svo þetta var nú ekki svo slæmt.




Við vorum meira að segja með glugga á herberginu, og sem betur fer því þegar við mættum þá var svo heitt og stuffy loft í herberginu að það lofaði ekki góðu fyrir nóttina. En svalinn frá opnum glugga kom sér vel og það reyndist algjörlega óþarft að nota lökin sem við höfðum til að breiða yfir okkur.



Ok, ég verð líklega að viðurkenna að þetta útsýni líkist kannski einhverju sem maður sér í amerískum gangstermyndum, en þetta var í alvöru rólegt hverfi, svo rólegt að í herberginu við hliðina á okkur var heil fjölskylda, með 2 börn.
Held samt að ég verði að taka undir þá rödd sem heldur því fram að hostel í NY séu ekki góð hugmynd ;)



Við vorum náttúrulega ekki alveg lausar við túristatilfinninguna og að mæta á Times squere og sjá öll ljósin sem hafa mætt manni svo oft á sjónvarpsskjánum og á hvíta tjaldinu var ekki laust við að það færi um mann pínu smábæjarhrollur og fiðringur.




Daginn eftir fengum við alveg yndislegt veður, glampandi sól, > 20° hiti og við enduðum með því að kaupa sólarvörn. Við rúntuðum um á efri hæð rútu og fengum leiðsögn um hin ýmsu hverfi NY. Auðvitað var litið inn í eina og eina búð, en ekkert mikið meira en það. Held reyndar að karlmaður hefði verið búinn að gefast upp á okkur fyrir löngu, nema þá helst ef hann væri samkynhneigður eða af einhverjum öðrum orsökum sannkölluð búðarfrík.





Bara smá sýnishorn af frægum byggingum í NY.




Hérna er annar staður sem maður verður að heimsækja í NY, Ground Sero. Ég hef sér margan bandaríkjamanninn fella tár við tilhugsunina um þennan dag og hef orðið hissa á sterkum viðbrögðunum. Að rölta um safnið og sjá mydnirnar og lesa sögurnar fengu mig til að fá kökk í hálsinn þrátt fyrir að ég héldi að þetta myndi ekki snerta mig.



Þetta er BESTI veitingastaður sem ég hef borðað á, mæli með honum 100%. Við vorum svo saddar þegar við komum þaðan út að við gátum ekki komið niður kokteilum, þó við reyndum.



Þeir blönduðu líka hinn ljúffengasta mojito, sem óþarft er að taka fram að rann ljúft niður ;)



Að drekka Manhattan á Manhattan hljómaði alveg brilliant hugmynd. En þvílíkan ógeðisdrykk hef ég aldrei á ævinni smakkað áður. Mæli ekki með honum.




Nei! Ykkur, sem datt í hug að ég væri með byssu í hendinni eða notaða sprautunál og væri við það að fara að brjótast inn í tískuvöruverslun fáið viðurkenningu fyrir að hafa frjótt ímyndunarafl en orsökin fyrir búningnum er önnur. Sunnudagurinn var nefnilega svalur og við vorum ekki alveg eins svalar uppi á þakinu og daginn áður.

Við höfðum planað að fara í Sex and the City rúnt á sunnudeginum og ég sé ekki eftir því. Við fengum hressa og skemmtilega Carry týpu sem leiðsögumann, rúntuðum um borgina og fengum að vita hvar sum atriðin eru tekin upp og stoppuðum á stöku stað, m.a. The Pleasure Chest... og hvað haldiði að hafi leynst þar inni???





Jú, mikið rétt. Hreinn unaður... og það fjarstýrður ;)




Þegar hér var komið sögu vorum við um það bil að nálgast ,,dyrnar". Jább, dyrnar þar sem Carrie gekk inn og var komin inn á sitt svæði, heima. Hérna varð myndavélin mín hins vegar mátulega batterýslaus svo ég á ekki fleiri myndir frá NY. Eða jú, reyndar á ég mun fleiri myndir en ég ætla ekki að láta ykkur leiðast. Held þetta sé orðið nokkuð gott.

Ég mæli með ferð til NY, crazy borg og vantar kannski svolítinn skammt af evrópskum sjarma, en er ótrúleg upplifun og afskaplega þægileg. Mér leið aldrei eins og ég væri í amerískri stórborg þar sem glæpir eru óneitanlega stundum í fréttum. Ég mun án efa heimsækja borgina aftur.