föstudagur, febrúar 20, 2009

Jeminn!

Ég elska fæðingar sem ganga vel og allt gengur eins og í lygasögu, enginn rifnar og allir glaðir.

Ég hata líka að þurfa að horfa upp á afbökuð sköp.

En börnin eru alltaf jafnmikil krútt :)

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Endemis vitleysa er þetta...

...eins og mamma myndi segja. 

Í þá tíð að ég vissi eitthvað um ,,Leiðarljós" (eru ansi mörg ár síðan) var Reava Shane látin. Ég frétti hins vegar af því frá einum af mínum vinkonum, sem er diggasti aðdánandi þáttanna sem ég þekki, að hún hefði verið lífguð við á einhvern ótrúlegan hátt. Í dag kem ég svo heim úr vinnunni í mesta sakleysi og kveiki á sjónvarpinu á meðan ég legg mér til munns jógúrt til að seðja sárasta hungrið. Í byrjun var ,,Fréttaaukinn" sem var bara áhugavert að horfa á en svo kom þessi snilldarsería á skjáinn. Og viti menn, þar eru menn að blása lífi í Reavu enn og aftur, í þetta skiptið með klónun. Af hverju missti ég eiginlega??? Og af hverju í ósköpunum horfi ég ekki reglulega á þessa þætti? Ég er farin að halda að það myndi gera mig að mun betri persónu, svo ekki sé minnst sé á betri lækni :Þ

föstudagur, febrúar 13, 2009

Menning!

Ég fór á ,,Falið fylgi" í gærkveldi. Félagsskapurinn var náttúrulega alveg hreint brilliant en leikritið sjálft ekki nema lala... Mér fannst þetta ofleikið og vandræðalegt. Eini sem oflék ekki er gamli halti maðurinn sem stóð sig mjög vel. Kannski var málið að það átti að ofleika, hvað veit ég. Ég gef mig ekki út fyrir að vera neinn sérstakur menningarviti þannig svo það getur vel verið að þetta sé inn í dag. Það fer allavega í taugarnar á mér hvort sem þetta er ,,trend" eður ei.

Er annars líka búin að sjá 2 mjög góðar myndir í bíó á síðustu vikum. Annars vegar ,,Slumdom millionair" sem er algjört æði, ljót, falleg, sorgleg og fyndin allt í fínni blöndu. Hins vegar ,,The curious tale of Benjamin Button" og hún skilur líka ýmislegt eftir sig. Ég get mælt með báðum þessum myndum fyrir bíógesti, þær hlýja manni um hjartarætur og hrista aðeins upp í manni líka, auk þess sem hláturstaugarnar eru líka kítlaðar.