föstudagur, febrúar 20, 2009

Jeminn!

Ég elska fæðingar sem ganga vel og allt gengur eins og í lygasögu, enginn rifnar og allir glaðir.

Ég hata líka að þurfa að horfa upp á afbökuð sköp.

En börnin eru alltaf jafnmikil krútt :)

8 Comments:

At 7:30 e.h., Blogger Eva said...

:S

 
At 10:50 f.h., Blogger Ingibjörg said...

afbökuð sköp - jammí....

 
At 7:15 e.h., Blogger Bergþóra said...

hvað á að þíða að skrifa svona lagað á opinberum vetvangi.
ojjjjj.... ég fer bara hjá mér

 
At 3:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mig langar til að vita hvernig maður fer að því að fæða barn án þess að rifna upp úr og niðrúr.
Svo finnst mér fyndið að BK af öllum fari hjá sér, sem kallar nú ekki allt ömmu sína neðan beltis, if you know what I mean (c;
kv. Margrét

 
At 1:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Iss það er nánast ekkert mál að fæða barn, ef maður þyrfti ekki að ganga með þau í 9 mánuði!!!! Það er partur sem ég er ekki hönnuð í. Annars sá ég þátt um daginn um lýtaaðgerð á þessum skemmtilega líkamshluta og það fannst mér alveg hrillilegt :S Gellan var búin að eiga tvö börn og var alveg normal fannst mér en eftir aðgerðina var hún eins og 10 ára barn að neðan, jakk!!! Spurning hvort tilfinningin er sú sama en hún vill greinilega frekar fallega köku en góða, ÉG vil sko góða köku frekar takk takk. Kv. Malla

 
At 5:30 e.h., Blogger Sólveig said...

Hahaha! Það er greinilega margt til í þessum fræðum Malla. Mér finnst tilhugsunin um lýtaaðgerð af þessu tagi ekki aðlaðandi.

Það fara margar konur í gegnum þetta án þess að rífa eitt né neitt og jafna sig án nokkurra vandræða. Það á hins vegar því miður ekki við um alveg allar og ég veit ekki hvort það er nokkur regla á bak við það hverjar komast betur frá þessu.

Þrátt fyrir allt sem ég hef séð á þessum stutta tíma mínum á kvenna er ég langt því frá afhuga barneignum. Maður þekkir þetta jú úr sauðburðinum, hversu oft hefur maður ekki horft á fæðingarop gimbranna að loknu fyrsta þrekvirki þeirra í þessum efnum og bara æjað af meðaumkun. Þær eiga oft ótrúlega erfitt með að pissa, losa bara nokkra dropa í einu og ekki er nú hreinlætinu fyrir að fara. Samt virðist þetta sjaldnast vera nokkurt mál fyrir þær í næsta skipti. Þannig er þetta nú bara hjá okkur mannskepnunni líka svei mér þá. Við erum nefnilega ekkert annað en mannskepna, sem er hluti af dýraríkinu hvort sem okkur líkar betur eða verr :)

 
At 10:44 f.h., Blogger Elva said...

"afbökuð sköp" Yakk!

 
At 11:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ouch ..
bad visual place...

en því trúi ég ALDREI að Bergþóra fari hjá sér...

knús
Guðrún KV

 

Skrifa ummæli

<< Home