föstudagur, febrúar 13, 2009

Menning!

Ég fór á ,,Falið fylgi" í gærkveldi. Félagsskapurinn var náttúrulega alveg hreint brilliant en leikritið sjálft ekki nema lala... Mér fannst þetta ofleikið og vandræðalegt. Eini sem oflék ekki er gamli halti maðurinn sem stóð sig mjög vel. Kannski var málið að það átti að ofleika, hvað veit ég. Ég gef mig ekki út fyrir að vera neinn sérstakur menningarviti þannig svo það getur vel verið að þetta sé inn í dag. Það fer allavega í taugarnar á mér hvort sem þetta er ,,trend" eður ei.

Er annars líka búin að sjá 2 mjög góðar myndir í bíó á síðustu vikum. Annars vegar ,,Slumdom millionair" sem er algjört æði, ljót, falleg, sorgleg og fyndin allt í fínni blöndu. Hins vegar ,,The curious tale of Benjamin Button" og hún skilur líka ýmislegt eftir sig. Ég get mælt með báðum þessum myndum fyrir bíógesti, þær hlýja manni um hjartarætur og hrista aðeins upp í manni líka, auk þess sem hláturstaugarnar eru líka kítlaðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home