mánudagur, september 29, 2008

Af kverkaskít...

Rosalega er maður nú sjúkur.

Ég er búin að vera á næturvöktum síðustu vikuna og held því áfram. Ég var með leiðinda kverkaskít og sennilega bara með hita og pest, EN hafði ekki samviskubit til að hringja mig inn veika, það er jú enginn smuga með veikindi. Ég mætti því í vinnuna og tók reglulega paratabs til að geta sinnt sjúkum, svaf svo helling á milli vakta en tók meðvitaða ákvörðun um að fara ekki í heimsóknir til að smita nú ekki vini og ættingja af þessu leiðinda kvefi... Best að smita bara veika fólkið á spítalanum. Djöfull er maður sjúkur. Ég var reyndar yfir mig vandvirk með sprittið allan tímann svo það er enginn skaði skeður.

Og ég er orðin frísk :)

6 Comments:

At 10:33 f.h., Blogger Eva said...

ég komst reyndar að því þegar ég loksisn mætti í vinnuna í gær eftir veikindi að enginn er ómissandi..... var búin að vera með samviskubit dauðans alla helgina því ég þurfti að hætta við næturvaktirnar mínar´og ég skildi ekkert í því afhverju ég ekki var búin að vera með hiksta alla helgina.... en Solla.... þó að við séum læknar erum við ekki ómissandi.... hugsa um sjálfa sig fyrst :)

 
At 8:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

sammála síðasta ræðumanni. og af því að ég var að líta á eldra blogg frá þér, hvað finnst þ´ér þá um bensínið núna?
kv. vala

 
At 8:15 e.h., Blogger Sólveig said...

Bensín??? Hvaða bensín? Er að hugsa um að hætta að kaupa bensín :)
Fór líka í Bónus og keypti bara í 2 poka... og borgaði meira en ég hef nokkru sinni fyrr þurft að borga í Bónus áður. Shit! Ég er farin að spara.

Kv.
Sólveig

 
At 6:18 e.h., Blogger Bergþóra said...

hey það fer að verða mánuður síðan þú bloggaðir seinast ´mín kæra
fer að koma tími til að bæta úr því.

 
At 2:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fékkstu nokkuð bakslag, og dóst úr kvefi? maður spyr sig, ertu ekki enn á lífi
Vala

 
At 5:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ertu kannski enn með kverkaskit?
IB

 

Skrifa ummæli

<< Home