miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Ólympíusilfur...!!!

Eins og ég var kát og glöð með þennan ótrúlega góða árangur íslenska landsliðsins í handbolta og stútfull af stolti, þá finnst mér þessi hamagangur í kring um þetta allt saman vera kominn út fyrir allan þjófabálk. Flott að taka vel á móti þeim og fagna og fara í skrúðgöngu eða hvað sem er, en að splæsa orðum á línuna finnst mér einum of. Annað sem mér finnst einum of er að kosta ráðherra til Kína... ekki einu sinni heldur tvisvar auk forsetahjónanna og föruneyti auðvitað. Ég hefði frekar viljað sjá mínum skattpeningum varið í að styðja nokkra fleiri til að fara á Ólympíuleika fatlaðra, en þangað komust færri en höfðu náð keppnisrétti vegna fjárskorts. Og svo lítið mál að splæsa 50 millum á handboltaliðið sem fá þegar greitt fyrir þetta... Mér finnst þetta geðveiki - og það í neikvæðri merkingu. Hefur Kristín Rós Hákonardóttir t.d. fengið fálkaorðu??? Minnist þess ekki. Hversu marga gullpeninga á hún frá stórmótum? Reikniði nú!

Ég mótmæli þessu offorsi en samgleðst landsliðsmönnunum og þeirra fjölskyldum innilega.

3 Comments:

At 9:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góður punktur hjá þér vinkona. Gaman að sjá hreyfingu hér á síðunni, hundaskíturinn var löngu orðinn harður og þurr.
kisskiss

 
At 8:12 f.h., Blogger Eva said...

Ég er svo innilega sammála þér.... fannst þetta alveg frábært þar til að forsetinn tapaði sér alveg í gleðinni þarna fyrir austan. Og góður punktur með Kristínu Rós :). Sendi annars bestu kveðjur á þig norður í land.... langt síðan maður hefur heyrt í þér skvísa :).

 
At 11:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég var voða hrifin af öllu þessu fári, kannski var þetta aðeins yfir strikið en ég sat með tárin í augunum fyrir framan skjáinn þegar þeir fengu orðurnar sínar, sniff sniff.
Og já, Kristín Rós fékk orðu þann 1. janúar 2001, ég fór á netið og gúgglaði það !!

 

Skrifa ummæli

<< Home