föstudagur, júlí 04, 2008

Eldsneyti

Ég skellti mér í að prufukeyra bíla í dag, eins og í gær og náði 4 fyrir lokun. Það stóð samt tæpt en ég fékk í lokin að skella mér upp í gráan jeppling og brunaði af stað. Þegar ég var komin yfir ljósin sunnan við Toyota-umboðið tók ég eftir því að bensínljósið kviknaði. Ég vissi náttúrulega ekki hvort það hefði kviknað eitthvað áður en ákvað að halda áfram og taka smá rúnt. Það hlyti nú að hafast. EEEEN NEI! Þegar ég var á leiðinni til baka vildi ekki betur til en helv... bíllinn drap á sér. Frekar pínlegt að þurfa að hringja í umboðið og biðja þá um björgun. Þeir komu og drógu bílinn af stað þar sem hann fór ekki í gang hjá þeim neitt frekar en mér, allavega ekki fyrr en við vorum rétt lögð af stað. Þá prófaði gaurinn aftur að setja bílinn í gang og það tókst og hann náði að keyra nánast alla leið að Toyota, nema síðasta spölinn.

Þegar ég settist svo upp í minn bíl til að koma mér heim og loka á þessa vandræðalegu reynslu, kviknaði bensínljósið hjá mér og ég ætlaði sko hreint ekki að fara að verða bensínlaus þannig að ég brunaði á AO og fyllti kaggann fyrir litlar 9000 kr. SKÍTUR!!! Ég er hætt við að kaupa annan bíl, sel bara minn, kaupi mér vespu og málmbrynju til að vera í á vespunni, fleiri milljón króna líftryggingu og nota svo bara rútuna til langferða. Það er SVO langt því frá að

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home