fimmtudagur, apríl 03, 2008

Af einkaþotum...

Oh hvað ég vorkenni forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem eru bitbein stjórnarandstöðunnar vegna meintrar hagkvæmnisferðar á leiðtogafund NATO. Þeir bara URÐU að fá einkaþotu til að flytja sig, það var hreinlega ódýrara, eða í það minnsta ekki svo miklu dýrara.
Ódýrara en hvað fyrirgefiði? Ég hugsa að ef þetta göfuglynda fólk hefði brotið odd af oflæti sínu og hreinlega flogið út á almennu farrými eins og við flest verðum að sætta okkur við að gera sjálf, þá hefðu þau getað sparað einhverja hundraðþúsundkalla fyrir íslenska ríkið eða  t.d. getað lagt fúlgu fjár í góð málefni í Rúmeníu og fengið fréttaumfjöllun um það í staðinn. Svei mér þá ef þau hefðu ekki hreinlega getað staðið undir kostnaði heils munaðarleysingjahælis um einhvern óákveðinn tíma fyrir mismuninn í þessu reikningsdæmi.

Kannski er það ekki alveg jafn bitastætt fréttaefni en ég hefði gefið þeim meira kredit fyrir það í það minnsta. En ég er bara pólitískur einfeldningur.

Hvað segið þið hin?

1 Comments:

At 8:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég segi nú bara pass held ég! Er að verða búin að missa álit á svo mörgum stjórnmálamönnum sem ég hafði sterka trú á, að ég veit ekkert hvernig ég á að snúa mér í þessu. Veit allavega hverja ég ætla EKKI að kjósa, spurning hvort verður þá eitthvað eftir (c; Held mér finnist svei mér þá áhugaverðara að lesa tilskipun EES um markaðsreglur á raforkumarkaðinum, svo það er best að snúa sér aftur að því! Vonandi ertu orðin frísk gamla mín (c:

 

Skrifa ummæli

<< Home