sunnudagur, mars 16, 2008

Af skírn og glimrandi veðri

Í dag hef ég notið lífsins eftir ótrúlega skemmtilegt frænkukvöld í gærkveldi þar sem var óneitanlega hlegið dátt og hátt. Þetta verður sko endurtekið aftur við tækifæri.

Þegar ég vaknaði í morgun var sveitin mín í sínum fallegasta búningi. Ég elska Mývatnssveit þegar hún er í hvíta kjólnum sínum og sólin vermir kinnarnar á manni þó að hitastigið sé samt það kalt að snjórinn bráðnar ekki. Það er held ég bara EKKERT í heiminum sem mér finnst fallegra. Að þurfa að yfirgefa hana rétt um hádegi hefði verið sorglegt, en þar sem ferðinni
var heitið í skírn til Elvu og Hannesar slapp þetta fyrir horn. Skvísan sú ber frá og með deginum í dag nafn með rentu, heitir Ásdís enda er hún sannkölluð dís. Veðrið í Eyjafirðinum var náttúrulega ekki síðra en í háfjallasveitinni minni, enda virðast þau hjónakorn E og H vera á sér samningi hjá veðurguðunum ef marka má daginn og brúðkaupsdaginn þeirra hérna um árið. Það er ekki eðlileg veðursæld á stórum dögum í þeirra lífi, sama hvort það er vetur eða sumar.

En nú bíður mín næturvakt. Best að kyrja aðeins og slaka á taugunum áður en ég held í vinnuna.

Hafið það gott og vonandi nutuð þið veðurblíðunnar í dag.

Bara smá áminning fyrir mig: 33 dagar í NY... :D

2 Comments:

At 9:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Oh hlakka svooooo til að koma í sveitina! Verðum að taka góðan hitting. Takk fyrir smsið í dag, var að drepast úr spenningi. Verst að hafa ekki getað verið á staðnum og fengið kökk í hálsinn og tár í augun (c;
Síjú beibí

 
At 11:50 e.h., Blogger Ally said...

Ertu að kyrja í alvöru?
Eða var þetta bara svona saying?
Alltaf gaman að samhæfa með einhverjum sem er að baksa við að kyrja;)

 

Skrifa ummæli

<< Home