sunnudagur, mars 02, 2008

Hardcore gella...

Ég hélt ég myndi drepast úr hlátri áðan. Ekki endilega vegna þess að hlátrasköllin myndu draga mig til dauða heldur aðallega vegna þess að ég táraðist svo gríðarlega mikið að ég sá ekki út úr augum... og ég sat undir stýri á þjóðvegi nr. 1.

Orsök táraflóðsins voru orðaskipti mismunandi kynslóða um samkynhneigð... Þetta var hræðilega fyndið. Sennilega samt svona mómet sem maður varð að upplifa til að skilja. Ýmsir sleggjudómar skutust fram í dagsljósið og ætla ég að nefna nokkra.

,,Hún er lessa, alveg hardcore gella sko..." ,,Hvað þýðir það?" ,,Svona... harðbrjósta!"
,,...og læturðu sjá þig með henni?"
,,Ég held það ætti að fara að taka upp afhommun aftur, þetta skýtur upp kollinum eins og gorkúlur..."

OMG! Þetta var bara alveg HRÆÐILEGA fyndið samtal. Ef þið skiljið þetta ekki þá verð ég bara að bjóða ykkur í bíltúr með þessu orðheppna fólki. Næsta umræðuefni var frelsun og Jesú... og hvítar dúfur. Vona að þið fattið hvernig þetta tengist allt saman.

4 Comments:

At 2:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég er mest forvitin að vita með hverjum í ósköpunum þú varst að rúnta??!!

 
At 6:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er mest forvitin að vita hvort þú hafir gleymt að taka lyfin þín??

Þóra Kristín

 
At 9:12 e.h., Blogger Sólveig said...

hahaha, ég var illa sofin eftir næturvaktir og skellti mér í fimmtugsafmæli til Snjóku systur. Og jú mikið rétt Þóra, engin lyf... var það kannski bara málið? ;)

 
At 10:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og ég get staðfest það að þetta vera allt saman mjög fyndið... hahah

Kv. Ólöf Þuríður

 

Skrifa ummæli

<< Home