fimmtudagur, janúar 17, 2008

,,Stórir strákar fá raflost..."

Svo var kveðið á síðustu öld. Maður hefði haldið að háskólagengin manneskja ætti að átta sig á því að það
getur verið hættulegt að vinna við rafmagn... þegar það er á, ekki satt?

Tja! Frá því ég flutti inn í íbúðina mína núna í byrjun septembers s.l. hafa dósirnar í loftinu stungið aðeins í augun á mér. Greinilega ekki svo mikið að ég sé búin að taka mig til og laga það á þeim tæpum 5 mánuðum sem ég hef verið hérna... EN í dag tók ég mig til og kippti þessu í liðinn. Til að laga þetta þurfti ég að losa plastdótið af endunum á rafmagnsvírunum til að koma þeim undir lokið á dósunum... þið skiljið vonandi. Allavega, ég vildi ekki gera þetta í myrkrinu svo ég hafði kveikt á ljósunum... GÓÐ HUGMYND!!! Ég hefði kannski átt að taka rafmagnið af þegar ég fékk smá straum í puttana... en það var nú bara svona rétt til að minna mig á að ég var að vinna við lífshættulegt rafmagn, RAFMAGN gott fólk..! Þegar bláu blossarnir létu sjá sig og lekaliðinn sló öllu út þakkaði ég guði fyrir rafmagnsverkfræðinginn
sem fann hann upp, tók rafmagnið af og kláraði allar hinar dósirnar með Malawíljósið á höfðinu og slapp við að enda sem rafmagnssteikt, illalyktandi brunahrúga.

Ég hef lært mína lexíu allavega og batnandi manni er best að lifa :)

4 Comments:

At 8:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hmmm... þetta hljómar jafn gáfulega og þegar ég heyrði af systur minni sem var að gera við uppþvottavél með járnsög!!
annars gott að þú skaðaðir þig ekki á þessu , og svo verðum við að fara að hittast bráðum, þetta gengur ekki lengur

 
At 7:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ha ha gerði Bergþóra við uppþvottavél með járnsög???
MASSAÐETTTTA!!!!!

 
At 3:23 f.h., Blogger Sólveig said...

Já Vala mín! Við verðum að fara að hittast en því miður ekkert útlit fyrir að það gerist fyrr en eftir að þú verður búin að gjóta/kasta/bera... fæða annað kríli í þennan heim. Kemur þú ekkert hingað inneftir í skoðun núna?

 
At 11:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

við viljum alls ekki að þú "farir í steik", tihi

 

Skrifa ummæli

<< Home