föstudagur, september 14, 2007

FSA

Hef hafið starfsferil minn á FSA eða hvernig sem maður á að skammstafa þetta í dag. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri heitir nefnilega ekki lengur ,,Fjórðungur" skv. lögum frá alþingi, heldur er bara alveg hreint heilt sjúkrahús og heitir því Sjúkrahúsið á Akureyri. Held ég haldi mig samt við að tala um FSA þar til mér verður skipað að segja eitthvað annað.

En nóg um það. Veðrið í gær var alveg hreint fáránlegt, hífandi rok, lemjandi él eða rigning til skiptis og svo lítið skyggni að varla sást á milli fjalla hérna í firðinum, sem mér finnst frekar furðulegt þar sem Eyjafjörður getur varla talist annað en þröngur fjörður. Þetta minnti óneitanlega örlítið á gráa daga í höfuðborginni. Í dag skartar fjörðurinn hins vegar sínu fegursta, glampandi sól, kalt og snjór efst í fjöllunum og þvílíkt logn að það er eins og fjörðurinn sé ísilagður því þar sést ekki gára á yfirborðinu. Yndislegt alveg hreint! Hlakka til að komast út fyrir veggi sjúkrahússins.

3 Comments:

At 7:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Helvítis kuldi.... brrrrr! Það mætti alveg hlýna mín vegna.

 
At 11:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eðall; hafði aldrei náð þessu samhengi svona skýrt, þetta með fjórðungssjúkrahúsið.

Vissi þó að til eru vitar - já og jafnvel hálfvitar...

... en fjórðungssjúkrahúsið hefur semsagt forframast og er nú sjúkrahús. - Eðlilegt í ljósi starfsmannaþróunnar; fjölda mývetnskra heimasæta sem hafið hafa störf og híft kvartsjúkrahúsið upp í heilt ;)

 
At 12:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

FSA = Frábæra Sjúkrahúsið á Akureyri?

 

Skrifa ummæli

<< Home