sunnudagur, ágúst 12, 2007

Æfing björgunar...

Fékk að fara með Björgunarsveit Húsavíkur í æfingu út á rúmsjó um daginn. Æfingin gekk út á að komast um borð í hvalaskoðunarbát. Ég var dubbuð upp í þurrbúning með hjálm og alles og svo var brunað á 60km hraða í átt að sjóndeildarhringnum. Þetta var ótrúlega gaman. Hárið náttúrulega flaxaðist um allt og ef manni varð það á að opna munninn eða brosa þá flixuðust kinnarnar óneitanlega líka. Ætla ekki að bulla meir en læt myndirnar tala sínu máli :)
Neibb... ég er ekki að skíta á mig... ég er að losa loftið úr búningnum ;)

Hérna erum við svo orðin uppáklædd og bíðum bara eftir því að fá að hoppa um borð í björgunarsveitarbátinn

Hérna er svo báturinn að verða fullmannaður og allir tilbúnir að leggja í'ann.

Helgi tók svo örlítið betur á því en við flest hin, stökk út í sjóninn þegar hann var kominn til baka og svamlaði um himinsæll í slorinu ;)

Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og ég er komin á úthringilista hjá Björgunarsveitinni fyrir æfingar. Fæ svona sérstakan ,,gestaðgang" :D Ég mæli með þessu ef þið komist í eitthvað álíka.

1 Comments:

At 9:25 f.h., Blogger Elva said...

Greinilega mognud bjorgunaraefing!

Knus og kossar fra Oz :*

 

Skrifa ummæli

<< Home