mánudagur, júlí 09, 2007

80's hiti!

Hálfvitahelginni lokið og stóðst hún væntingar alveg hreint með ágætum. Í troðfullu húsi í Ýdölum tókst Ljótu Hálfvitunum að gera hálfvita úr okkur hinum svo hlátrasköllunum og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Mjög gaman, MJÖG GAMAN alveg hreint.

En að öðru. Ég keypti mér forláta disk um daginn sem ber titilinn ,,100 íslensk 80's lög" eða eitthvað álíka. Þetta ætti ekki að koma á óvart, allavega ekki þeim sem þekkja mig náið því það er ekki ósjaldan að perlur eins og Cure, Duran Duran, A-Ha og fleiri góðkunningjar fá að svífa á geislanum ef ég fæ að ráða. Þetta diskasafn er bara þrælskemmtilegt og hef ég haft mikið gaman af. Þarna renna áfram ótrúlega mishallærisleg lög, og flest þeirra eitthvað hallærisleg. Textasmíð eru eitthvað minna en í hávegum höfð, svo mjög að mér blöskrar á stundum. VERÐ hreinlega að láta eitt fylgja svona rétt í lokin:

,,I don't want to rock your mother,
I don't want to roll your brother,
I just want to hurry home and...
fock you..."

Og þar hafið þið það. Aldrei betra en að byrja nýja vinnuviku á svona góðmeti. Njótið :D

2 Comments:

At 5:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mig rámar í þessa snilld.
Á Valgeir Guðjónsson eitthvað í þessum gjörningi ?

 
At 6:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hér niðurfrá er þessi áratugur í hávegum hafður. Verst að þú gast ekki verið með okkur BK á diskótekinu sem við fórum á... þar sem BK var næstum hent út fyrir of fífldjarfan dans við 80's tónlistina (c:

 

Skrifa ummæli

<< Home