fimmtudagur, júní 28, 2007

Útskriftarveislan...

Jæja! Þá er það loksins ákveðið. Ég og Anna frænka mín ætlum að halda sameiginlegt útskriftargrill í sveitinni þann 21. júlí næstkomandi. Þar verða nú líklega nokkur lambalærin grilluð og jafnvel læðist ein og ein pylsa með. Veit ekki alveg hvernig verður með veigarnar en það er allt í vinnslu.

Þið eruð auðvitað öll meira en velkomin en væri gott að fá smá sms ef þið hyggist taka þessu gylliboði.

Vonandi sé ég ykkur sem flest :)

6 Comments:

At 4:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

eina pullu með öllu nema hárum takk!!

 
At 5:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæti bókað. Hlaka ekki lítið til.

Mæli með rauðum og hvítum beljum og stuðið getur ekki klikkað...

Þóra systir (kann ekki að gera gæsalappir á nýju tölvunni minni)...

 
At 9:09 f.h., Blogger Sólveig said...

Hahaha... Góðar!

Ég skal reyna að koma þessu til skila IB mín... að við megum sleppa hárunum á pylsumeðlætisborðinu.

Og Þóra... Þú seldir beljuhugmyndina alveg hreint með myndunum úr útskriftarveislunni... þetta þarf samt samningaviðræðna við þar sem móðir mín er bindindismanneskja en hún veitti prestinum reyndar wisky í fermingunni minni þannig að það er allt eins líklegt að beljurnar verði velkomnar í fleiri húsum í sveitinni minni en fjósinu ;)

 
At 11:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhh... mig langar í útskriftarveislu. Þú kannski stingur einni pylsu til hliðar og sendir í pósti til mín :)

 
At 4:10 e.h., Blogger Sólveig said...

DHL er það Elva mín! Ekki málið ;)

 
At 11:55 e.h., Blogger Berglind said...

Ég kemst ekki... uhuhuhu... er að vinna :(

 

Skrifa ummæli

<< Home