miðvikudagur, maí 09, 2007

Hvar er draumurinn...???

Hvar ertu lífið sem ég þráði? Leynist þú bak við þetta síðasta próf mitt í læknadeild sem þreytt verður e. um 34 klst og verður lokið e. um 38 klst? Hvað gera Danir ef svo reynist ekki vera... eða kemur það þeim kannski ekkert við? Fæ ég yfir höfuð að útskrifast 16. júní?

Kemst Eiríkur rauði áfram úr undankeppninni annaðkvöld og mun ég þá sjá hann í úrslitakeppninni á skjá á Kastrup-flugvelli á laugardaginn?

Þegar stórt er spurt verður fátt um svör.

5 Comments:

At 6:04 e.h., Blogger Ally said...

Já þessi bloggfærsla ber löngum og ströngum próflestri vitni.
En svo ég kommenti nú á stóru spurninguna; hvað ef þú verður ekki eilíflega hamingjusöm við það að taka þitt síðasta próf í læknadeild?
Þá tekuru tölfræðikúrs og voila hamingjan er tryggð.

 
At 9:33 e.h., Blogger Sólveig said...

Hahaha.... hahaha... þetta kætti mig óendanlega í stresskasti dauðans. Hlæ hysterískum hlátri alveg hreint.

Mikið er einfalt að kæta mann þegar maður er orðinn svona tæpur :)

 
At 10:09 e.h., Blogger Elva said...

Vá þetta er bara alveg að hafast! Manstu eftir Sörlaskjólsvetrinum þegar þú varst í fyrsta prófinu? Núna er þetta bara að verða búið!! Pældíði!!!!

Gangi þér vel í prófinu og að pakka :)

 
At 8:32 f.h., Blogger Elva said...

TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA BÚIN MEÐ LÆKNADEILDINA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 
At 3:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja þá er helvítis prófið búið og ég get ekki svarað spurningunni um hvort að þú útskrifast 16. júní en ég held það. Hins vegar get ég sagt þér það að Eiríkur kallinn komst ekki áfram en mitt land Serbar unnu... Djöfull er ég ánægð með það... Hélt með Serbum, Úkraínu og Finnum... Þannig að ég get ekki verið annað en ánægð

 

Skrifa ummæli

<< Home