sunnudagur, maí 06, 2007

Guð minn góður!

Það fór um mig hrollur í dag þegar ég sá fréttirnar... (ótrúleg tilviljun að ég hafi verið að horfa á fréttirnar, það er ekki alveg efst á listanum í próflestri)

Frétt nr. 2 snérist um flugslys. Ný Boeing þota frá Kenya Airways fórst með 114 manns innanborðs. KA er einmitt flugfélagið sem við flugum með til Malaví í vetur og líkaði mjög vel. Það er talið eitt af öruggustu flugfélögum í heiminum en slysin gera ekki boð á undan sér. Það verður spennandi að fylgjast með hver orsökin var fyrir slysinu. Ekki laust við að maður spyrji sig hvort kemur að þessu líka hjá íslensku flugfélögunum... Úff, get ekki hugsað um það einu sinni án þess að fá hroll.

Frétt nr. 3 snérist um flótta menntaðs fólks frá Malaví og þá helst lækna. Er ekki eitthvað afar furðulegt við þá staðreynd að fleiri malavískir læknar séu starfandi í Manchester á Englandi en í öllu Malaví? Mér finnst það hreinlega út í hött. Ég skil reyndar ástæðuna og við töluðum einmitt aðeins um þetta við heimamenn þann tíma sem við dvöldum í landinu og þetta er virkilegt vandamál. Það merkilegasta við þessa frétt var samt að sjá kunnugleg andlit í fréttaskoti frá Afríkuríki. Þarna voru nefnilega bæði George Manjolo og Catalera mættir á skjáinn og ekki laust við að malavíski hluti hjarta míns tæki nokkur aukaslög af gleði við það :)

En aftur í bækurnar. Eigið góðar stundir hvar sem þið eruð í heiminum :D

5 Comments:

At 10:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta er svakalegt. En ég held að ég viti hvað frétt númer 1 var 8 manns látnir af völdum hvirfilbyls í Bandaríkjunum.
Forgangsröðunin...

 
At 10:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdi þarna einum punkti á milli var og 8

 
At 10:43 f.h., Blogger Elva said...

Við höfum einmitt nokkrum sinnum rætt það hvort maður ætti að fljúga með ástralska flugfélaginu Qantas eða ekki. Þeir eru held ég nefnilega eina stóra flugfélagið í heiminum sem hefur ekki brotlent vél. En þá er spurning, eru þeir þá ekki bara næstir í röðinni? Tjah... maður spyr sig....

 
At 10:44 f.h., Blogger Elva said...

Við; þá meina ég við hjónin :)

 
At 2:54 e.h., Blogger Berglind said...

Qantas... hann einmitt vill ekki fljúga með neinu öðru flugfélagi hann Rainman :)

Annars á maður ekki að hugsa um svona. Það er líka stórhættulegt að fara út á götu, maður gæti orðið fyrir eldingu.

 

Skrifa ummæli

<< Home