þriðjudagur, maí 08, 2007

Trambólín

Ég hef alltaf haft mjög gaman af trambólínum og missi alveg tökin þegar ég kemst á slíkt apparat. Hef einhvern veginn alltaf ætlað að hafa eitt stórt í garðinum mínum fyrir utan húsið mitt með arninum (framtíðin sko...) en nú er ég ekki viss. Það getur líka reynst hættulegt að hafa þau með öryggisneti nefnilega. Þetta er bara SVO hræðilegt að ég er gráti næst. Ekta slys sem hefði verið hægt að fyrirbyggja með eftirliti.

3 Comments:

At 11:38 e.h., Blogger  said...

Þú mundir nú fljótlega hætta við trampolínin eftir nokkurra daga vinnu á slysó um sumar...eins og kannski krossarana...og línuskautana...og skíðin...og jólaskrautið...
Neinei, líklegast verður maður bara að horfa framhjá þessu öllu.

 
At 11:49 e.h., Blogger Sólveig said...

Híhí... bara að lifa lífinu til hins ítrasta. Ég er t.d. alvarlega að spá í að fá mér hjólaskauta, þó að ég hafi næstum verið búin að hálsbrjóta mig í þetta eina skipti sem ég hef staðið upp með slík tryllitæki á fótunum :)

 
At 3:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sólveig ekki nokkur maður fer á hjólaskauta núna, þú hlítur að vilja frekar fara á línuskauta. En með trampólínið þá er finnst mér þetta alveg hrillilegt slys en ég er ekki hlynt því að banna þau en ég tel að sökin sé að mestu hjá foreldrum og forráðamönnum því að þau hefi ekki eftirlit með börnunum og svo eru stundum 10 krakkar inn á trampólininu hverju sinni. Þannig að aukið eftirlit er málið

 

Skrifa ummæli

<< Home