þriðjudagur, júlí 03, 2007

Að segja ,,nei"!

Í hvað er ég nú búin að koma mér? Úff... fæ hnút í magann við tilhugsunina eina og samt þarf ég ekki að standa við þetta loforð mitt fyrr en í lok sept. Er farin að sjá eftir að hafa ekki afþakkað pent.

Um hvað snýst svo þessi hnútur? Þann 29. sept, Ársþing Læknafélags Íslands... hef ég tekið að mér að flytja erindi... á ensku... og var svo utanvið mig í símtalinu að ég álpaðist til að segja ,,já" og svo fattaði ég ekki einu sinni að spurja út í það hvernig ég ætti að tækla verkefnið eða hvert nákvæmlega verkefnið væri ef út í það er farið. Þetta verður alltént fróðlegt ferli á næstu vikum.

Gúlp!!!

2 Comments:

At 4:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

issss þú rúllar þessu upp eins og öðru sem þú tekur þér fyrir hendur!

 
At 10:01 f.h., Blogger Elva said...

Hey, nákvæmlega það sem ég ætlaði að skrifa! Nema ég ætlaði að nota orðið massa. Þú sem sagt massar þetta! Ekki spurning!!

 

Skrifa ummæli

<< Home