laugardagur, júlí 28, 2007

Skóhillur

Nú er komið að því að hylla skóhillur... LOKSINS! Þið kannist vafalítið öll við það að ganga inn í lokað herbergi eða anddyri þar sem liggja mannhæðarháar skóhillur meðfram öllum veggjum, eða er það ekki annars? Það hef ég gert allavega og mér lærðist fljótt að halda niðri í mér andanum þegar maður gengur í gegnum slíkt rými. Rýmið sem um ræðir í þessu tilfelli er inngangur starfsmanna á sjúkrahúsinu hérna á stofnuninni og táfýlan er ólýsanleg og ógleymanleg. Ég brenndi mig á því í nokkur skipti og andaði þarna inni. Ímyndið ykkur fleiri tugi af mikið notuðum skóm, mislokuðum og í öllum regnbogans litum og þessa blöndu af fjölbreyttri táfýlu... JAKK! Ég fæ alveg morgunmatinn upp í háls.

Get ekki meir í bili.

1 Comments:

At 8:11 f.h., Blogger Elva said...

Eg er ekki fra thvi ad eg hafi fengid sma bakflaedi vid lesturinn :/

 

Skrifa ummæli

<< Home