föstudagur, júlí 27, 2007

Brotin loforð!

Jæja! Það er eins og mig minni að ég hafi verið búin að lofa Tælandspistli einhvern tímann. Ekki hef ég staðið við það enn og það verður heldur ekki alveg í bráð. Mig langar líka að setja inn smá pistil um Öskjuferðina og útskriftarveisluna en það verður að bíða aðeins líka þar sem ég ætla að setja inn nokkrar myndir þá líka og það er ekki alveg að gera sig í þessari tölvu (í vinnunni).

Annars er bara glimrandi að frétta af mér. Húsavíkurhátíð hérna í bænum um helgina og íbúafjöldinn margfaldast þar sem brottfluttir Húsvíkingar koma aftur í bæinn og haldin eru hin ýmsu ,,reunion". Það vill svo skemmtilega til að vaktsíminn verður bundinn um mittið á mér með ól þessa helgi svo ég vona bara að allt fari vel fram :)

Svo ætla ég bara að enda þessa stuttu en ákaflega þörfu bloggfærslu (svo þið hin vitið að ég er lífs en ekki liðin) á honum Teiti félaga mínum sem ég held alveg afar mikið upp á þessa dagana:

,,Called the police, put in a report
But no one has reported
Seeing my most wanted one."

Góða helgi hvað svo sem þið gerið til að hafa ofan af fyrir ykkur :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home