laugardagur, ágúst 11, 2007

Loksins myndir... vonandi allavega :)

Það er komið að því... Ég er loksins í netsambandi hérna heima og er búin að setja inn myndirnar úr nýju myndavélinni og ætla að láta ykkur njóta afreksrar síðustu helgar. Ég, Ingibjörg og Bergþóra höfðum það nefnilega af í fyrsta skipti í allt of mörg ár að halda í ,,árlega" ferð hinna ,,einhleypu, ofurmyndarlegu, yfirmátasvölu, mývetnsku heimasæta,, og stefnan var auðvitað sett á Suðurá :)



Það var ljúft að koma á gamla góða staðinn, hreiðra um sig í kofanum sem var samt helst til skítugur í þetta skiptið og illa um gengið, skella kjötmeti á grillið og bara spjalla og njóta lífsins í afar góðum félagsskap. Við vorum hinar rólegustu og mikil ró farin að færast yfir okkur um hálf 3 leytið þegar allt í einu byrjuðu þvílíkar barsmíðar á kofanum, útidyrnar voru orðnar læstar utan frá og látunum ætlaði aldrei að linna. Það er ekki laust við að sumir (nefni engin nöfn) fengju aðeins fiðring í magann. Þetta reyndust þá vera ungir prakkarar úr sveitinni okkar íðilfögru sem höfðu lagt á sig rúmlega 1,5 klst akstur, keyrt ljóslausir síðasta spölinn og gengið svo síðasta hálfa kílómeterinn til að fullvissa sig um að þeir næðu að koma okkur á óvart. Veit ekki hvort það er nokkuð þörf á að taka það fram, en það tókst allavega hjá þeim. En svo að þið fáið nú að njóta smá sjálf, þá fylgja myndir.



Eins og sjá má rauk vel úr grillinu og við höfðum það af að grilla þessa fínustu kjötbita sem runnu ljúft niður.


Böglís tók vel til matar síns... jafnvel þó kjötið væri af fjórfættum alætum ;)
Ingibjörg einnig en henni fannst held ég kartöflusalatið best... ekki þarf það svo sem að koma svo mjög á óvart.
Hérna gefur svo að líta myndir af ,,draugunum" ógurlegu. Finnst ykkur þau ekki ógnandi? Hehe... þau kunna allavega að gefa frá sér ógnvekjandi hljóð með aðstoð þessa helv... risaskrúfjárns sem þau drösluðu með sér í þessa ævintýraför sína.


Böglís að æfa sig fyrir ,,Iceland's next top model" og tekur sig bara askolli vel út í sólinni... takið bara eftir því hvernig hennar íðilfögru, ljósu lokkar flaxast í golunni ;)


Og hér er svo drossían, Toyota of course sem hefur reynst okkur vel í sumar.

En nú er ég hætt í bili en þið megið vonandi eiga von á fleiri myndafærslum síðar. Njótið helgarinnar hvar sem þið eruð í heiminum :D

5 Comments:

At 4:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flott framtak hja ykkur. Hvada gradfolar voru thetta sem logdu allt thetta a sig fyrir heimasaeturnar? Thekkti reyndar ss a myndinni :)

Love you a long time!!

 
At 11:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta voru graðfolarnir Þór Kárason og Siggi í Garði! SP hins vegar gleymir alveg að minnast á hvað við gerðum við krakkakvikindin áður en þau fóru heim múhahah
En annars mikið góð ferð hjá okkur og nauðsynlegt að endurtaka sem fyrst!

 
At 12:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Engar halfkvednar visur her... hvad gerdud thid vid krakkakvikindin?

 
At 10:36 f.h., Blogger Sólveig said...

Hahaha... þegar við mættum á staðinn höfðu einhverjir kurteisir og náttúrusinnaðir Íslendingar væntanlega hent kúkableyju í bjórkælinn (ána). Við höfðum í hyggju að taka hana með okkur heim en Ingibjörgu datt það snjallræði í hug að nýta þá ferð sem yfirgaf staðinn fyrr... fyrst hún gafst svona vel ;)

 
At 4:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

tveimur dögum síðar fékk ég svohljóðandi sms "það er vond lykt af þessari kúkableiu" ha ha ha

 

Skrifa ummæli

<< Home