fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Hestar eða flóðhestar?

Við fórum nokkur í gær að ná í hestana vestur í Heiði enda alveg kominn tími á að fara að þjálfa bollurnar fyrir smölun sem skellur á með haustinu. Bollur segi ég! Jább, þeir eru algjörar bollur og Askur minn er ekki bestur. Hann er með þvílíka ýstru að þegar ég var að þrengja gjörðina á hann þá rann hún smám saman fram á við og fram af bumbunni. Ég lét mér það nægja og skellti mér á bak. Með einn til reyðar og í hópi fleiri hrossa var riðið heim og hesta greyin komust varla áfram yfir eigin þyngslum. Mía, sem ég var með til reyðar og er sannkölluð frekjudós en fyrirgefst það næstum því fyrir að vera afskaplega fallegt hross, er svo feit að hún lítur út eins og flóðhestur á kýrstökki en ekki sem hross á tölti. Ég veit að sumir skilja ekki alveg hvað ég er að fara en reynið bara að sjá þetta fyrir ykkur.

En nú mun vera stíft æfingarprógram í gangi, útreiðar við hvert tækifæri svo bæði hestar og menn hristi af sér nokkur kíló og grömm :D

Annars bara óska ég ykkur góðrar helgar og vona að þið skemmtið ykkur vel en fallega og vonandi í sem bestu veðri :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home