Hlutir sem eru afstæðir!
Aldur er einn af þeim. Mér finnst ég til dæmis bara hreint ekkert eldri en þegar menntaskólaárin voru í gangi og rétt við það að líða undir lok... jú, ok þá! Kannski smá, en hreint ekki svo mikið. Kveikjan að þessum örstuttu hugrenningum er sú að ég var að koma heim eftir hreint yndislega kvöldstund. Við fórum nefnilega 7 stöllur úr menntaskólanum (MA altso fyrir þá sem ekki vita...) út að borða og svo á kaffihús og umræðan var óneitanlega lituð af fjölskyldumunstri flestra viðstaddra (FLESTRA en ekki alveg allra, NB...). Barneignir, brjóstagjöf, 10 ára MA reunion, barneignir, lega á fæðingardeild eftir fæðingu... o.s.frv. Á borðinu við hliðina sátu strákar... á menntaskólaaldri líklega þó þeir hafi litið út fyrir að vera 10 ára og þeir voru þvílíkt að fylgjast með umræðunni á okkar borði. Spurningin er hvort þeir voru að hlusta af því að þeir væru að velta því fyrir sér af hverju svona ,,fullorðnar konur" væru að gera úti á kaffihúsi í miðri viku eða þá að umræðuefnið um fæðingar og brjóstagjöf, sílikonhlífar á geirvörtur og ungabörn vakti áhuga hjá þeim.
Ég veit hreinlega ekki hvort er skárra :/
2 Comments:
já aumingja strákarnir.... Þeir hafa örugglega verið komnir með gubbuna upp í háls (c:
Af hverju tok eg ekkert eftir thessum strakum?
JJ
Skrifa ummæli
<< Home