þriðjudagur, janúar 01, 2008

Gleiðlegt nýtt ár

Árið 2008 er gengið í garð. Ársins 2007 verður minnst fyrir mjög svo misánægjuleg tíðindi. Ég lagði leið mína til tveggja nýrra heimsálfa, Afríku og Asíu og snéri heim aftur ríkari af reynslu á hinum ýmsu sviðum og er mun nær því að vita hver ég er. Ég náði líka þeim merka áfanga að útskrifast loksins frá HÍ eftir 6 ára langt nám. Anna frænka útskrifaðist einnig. Ég byrjaði á kandídatsárinu sem flýgur áfram og nálgast endann ótrúlega hratt. Þá á ég að vera orðin fullorðins... Þessi pistill á ekki að vera neinn annáll svo ég ætla ekki að þylja allt upp og gleymi sjálfsagt einhverju mjög svo mikilvægu. Ýmislegt annað miður skemmtilegt hefur líka gerst á árinu, vinir hafa lent í slysum og vandræðum, náskyldir ættingjar greinst með leiðinda, leiðinda veikindi og nú síðast fauk hluti af fjárhúsþakinu hjá Eyþóri bróður mínum. Það var alveg hreint fáránlegt veður þennan 30. des síðastliðinn. Ég fauk... ÉG FAUK og réði ekkert við mig. Það hef ég aldrei upplifað áður. Fjárhúsin sveifluðust til í vindinum og rúður splundruðust yfir greyið kindurnar. Þakplöturnar flugu og ein þeirra endaði í rekaviðardrumb og stóð föst þar, og hreif hann með sér í rokinu. Ég held að það hefði orðið eins og í Quentin Tarantino mynd ef það hefði maður orðið fyrir þessu flykki en ekki rekaviðardrumbur. Ég hafði enga trú á að það yrðu 
uppistandandi fjárhús eftir þetta veður 
allt saman en allt fór betur en á horfðist, húsin standa 
enn og hluti af gærdeginum fór í að 
loka gatinu sem myndaðist á þakið. Þá stóðu menn
saman eins og svo oft áður þegar á reynir, fólk af
nágrannabæjunum kom til hjálpar og þetta gekk
allt saman ótrúlega hratt og vel.

En nóg um það. Ég vona svo sannarlega að árið 2008 verði betra en það nýliðna og að okkur hlotnist öllum heilsa og hamingja. Ég ætla allavega að lifa leyndarmálinu í botn og sjá hvert það leiðir mig. 
Það verður spennandi að sjá um næstu áramót :)

2 Comments:

At 1:20 e.h., Blogger Eva said...

Sæl skvís,
gleðilegt ár til þín líka og takk kærlega fyrir síðasta árið go já, öll árin okkar í læknisfræðinni. Ótrúlegt að þetta skuli vera búið en líka svolítið ógnvægilegt.
Hlakka til að hitta aðeins á þig meðan ég er hérna fyrir norðan :)

 
At 11:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár ;) Það þýðir ekkert annað en horfa fram á veginn og vona það besta fyrir sig, vini sína og ættingja. Ég sendi góðar kveðjur á línuna ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home