sunnudagur, janúar 20, 2008

Borgin

Ég mætti í borgina í gær og ákvað að rifja upp gamla takta og skellti mér á djammið í gærkveldi. Fór fyrst út að borða með henni Höllu minni á b5, sem er víst einn af heitari stöðum bæjarins í dag. Það er af sem áður var þegar Óliver var staðurinn.

Ég verð að segja að það voru mun fleiri karlmenn til að gleðja augað hérna en fyrir norðan, maður áttar sig SVO greinilega á því þegar maður kemur aftur eins og aðkomumaður... Mér fannst þetta mjög gaman og ætla að koma bráðlega aftur. Það var líka miklu meira af leiðinlegu fólki í bænum en ég hef lent í fyrir norðan. Djís! Ég hélt ég myndi drepast úr leiðindum í leigubílaröðinni, pissfullur gutti fyrir aftan mig sem reif endalaust kjaft við einhverja skvísu. Ef hún hefði bara þagað og ekki svarað honum endalaust. Ég var orðin svo pirruð að ég átti bágt með að lemja þau ekki bæði. Íslendingar eru með nettan snert af mikilmennskubrjálæði svona á mánudögum-föstudögum... en um helgar og í glasi magnast þetta brjálæði um allan helming, svo mjög að mig hryllir við. Dýrseðlið skín svo í gegn að siðmenning fýkur gjörsamlega út í veður og vind.

Er til eitthvað sem getur fallist undir að vera ,,normal" Íslendingur?

1 Comments:

At 2:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já þá er nú betra að vera hérna fyrir norðan, þar sem vel flestir halda enn mannlega eðlinu sínu þo að þeir fái sér í glas, og eins og þú veist þá er oft flagð undir fögru skinnni svo að það þarf ekkert að vera neitt betra, (þó að það sé óneitanlega skemmtilegra á að horfa).
Hér er ekkert að frétta, nema gott og ég er bara að njóta þess að vera ekkert að vinna og geta tekið því rólega og hvílt mig vel (held að það veiti ekki af ef næsta verður jafn fjörugt og Aron) Endilega vera i bandi

 

Skrifa ummæli

<< Home