föstudagur, febrúar 01, 2008

Betri er krókur en kelda???

Ætlaði að stytta mér leið í dag... Eftir 2 sólarhringa stórhríð gæti maður kannski sagt sér það sjálfur að það gætu verið komin örlítil snjóalög. Ég ákvað hins vegar að fara í smá göngutúr á leiðinni heim úr vinnunni í dag og lagði krók á leið mína. Þegar ég var búin að arka um á ruddum göngustígum bæjarins í 30 mínútur ákvað ég að stytta mér leið. 
Arkandi yfir órudda göngustíga áttaði ég mig á því að það hefur hríðað nánast stanslaust í langan tíma, svo mjög að ég óð á köflum snjó í mið læri og þá kom þetta gamla máltæki upp í kollinn á mér. Göngutúrinn varð allavega ágætis æfing fyrir lærin... alltaf að sjá það jákvæða við þetta allt saman ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home