fimmtudagur, mars 06, 2008

Göngutúr með litlum sætum klaufabárðum úr fjölskyldunni



Hérna er einn klaufabárður úr fjölskyldunni. Þessi gutti var alveg á því að fara í göngutúr, hann hljóp fram úr okkur og ætlaði sko ekkert að snúa við. Við urðum að hlaupa drenginn uppi þegar hann var hættur að heyra í okkur orgin. Við þurftum líka algjörlega að selja honum hugmyndina um að nú væri kominn tími til að snúa við.




Hérna er annar klaufabárður úr fjölskyldunni, sem heitir reyndar ekki Bárður. Hann var nú meira á að láta reyna á þolinmæði móður sinnar með því að neita að ganga lengra... en móðir hans er alvöru Baldi og gaf sig hreint ekki.




Bárður apaköttur var endalaust að reyna að fara í kollnís (hvernig er þetta skrifað eiginlega...???). Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur. Úr þessari stellingu valt hann á hliðina þar sem gallinn heftir aðeins hreyfingarnar. Hann hefur getað farið í kollnís síðan hann gat labbað liggur við.




Veðrið var ótrúlega fallegt, kalt, snjór yfir öllu og bleikur himinn. Sjáið þið bara bleika himininn yfir Sjónarhólnum mínum :)




Hérna eru svo tröllin tvö, án þykkra hlífðargalla og stígvéla. Svo sannarlega lítið lukkutröll þessir tveir, finnst ykkur ekki? :)

Well Sue... these are two trolls in my family. Aren't they cute? :)

2 Comments:

At 2:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flottar myndir og sætir krakkar.

Kveðja úr borg óttanns,

JGB

 
At 2:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

er þetta Kristján hennar Eydísar??
ib

 

Skrifa ummæli

<< Home