föstudagur, september 26, 2008

Svipmyndir af sumri

Ég veit upp á mig sökina. Hef ekki alveg verið með pennann í hönd undanfarið en þar sem ég er með kvefdruslu og þar af leiðandi með pirring í nefinu ætla ég að skella inn nokkrum myndum frá því í sumar.

Ég var held ég aldrei búin að sýna ykkur myndir úr Lofthellinum. Hérna fáið þið smá nasasjón en ekki vísbendingar um hvar hann er...

Ég var líka ansi dugleg við að ganga á fjöll, m.a. Bónda hérna við Eyjafjörðinn. Þaðan var náttúrulega hið besta útsýni...

Í góðum félagsskap á toppi tilverunnar :)

Ahh... nú er nefrennslið orðið helst til mikið og rúmið að verða helst til tælandi. Þar til síðar :)

2 Comments:

At 1:16 f.h., Blogger Elva said...

Geggjað að hafa svona blá ljós með sér í Lofthelli!

 
At 6:25 e.h., Blogger Bergþóra said...

ég veit hvar hann er lala la la lala...

 

Skrifa ummæli

<< Home