þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Endemis vitleysa er þetta...

...eins og mamma myndi segja. 

Í þá tíð að ég vissi eitthvað um ,,Leiðarljós" (eru ansi mörg ár síðan) var Reava Shane látin. Ég frétti hins vegar af því frá einum af mínum vinkonum, sem er diggasti aðdánandi þáttanna sem ég þekki, að hún hefði verið lífguð við á einhvern ótrúlegan hátt. Í dag kem ég svo heim úr vinnunni í mesta sakleysi og kveiki á sjónvarpinu á meðan ég legg mér til munns jógúrt til að seðja sárasta hungrið. Í byrjun var ,,Fréttaaukinn" sem var bara áhugavert að horfa á en svo kom þessi snilldarsería á skjáinn. Og viti menn, þar eru menn að blása lífi í Reavu enn og aftur, í þetta skiptið með klónun. Af hverju missti ég eiginlega??? Og af hverju í ósköpunum horfi ég ekki reglulega á þessa þætti? Ég er farin að halda að það myndi gera mig að mun betri persónu, svo ekki sé minnst sé á betri lækni :Þ

4 Comments:

At 2:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já Sólveig hvers vegna horfir maður ekki á þetta eins og gerist margt spennandi þarna. Auðvitað yrðirðu miklu hæfari læknir fyir vikið, það eru svo margir sem deyja og lifna við á ótrúlega hátt í þessari seríu.
Todda

 
At 5:15 e.h., Blogger Bergþóra said...

Elskan mín þú hefur bara merkilegri hluti að gera svo sem eins og að lifa lífinu... þessvegna sleppir þú því að glápa á gædínglæt

 
At 10:19 e.h., Blogger Elva said...

nei veistu, ekki hlusta á Bergþóru. Ég held þú eigir að temja þér að horfa á þessa þætti. Þeir eru náttúrulega bara hreinasta snilld! :D

 
At 5:12 e.h., Blogger Sólveig said...

Auðvitað hafa allir skoðun á Leiðarljósi ;)

Þá veit ég hvað ég á að gera til að safna kommentum :D :D

 

Skrifa ummæli

<< Home