mánudagur, mars 31, 2008

Hornös og hiti

Oh! Mér leiðist hornös og hiti, beinverkir og höfuðverkur. Óska engum svona leiðinda :(

fimmtudagur, mars 20, 2008

Sjálfsmorðshugleiðingar

OMG! Mér varð það á að þurfa að fara í Bónus í gær. Það er skemmst frá því að segja að það vakti hjá mér hugleiðingar sem ég hélt ekki að ég ætti til. ARRRRRGGGG! Fólk!

mánudagur, mars 17, 2008

Taste of summer...

Ég bragðaði á sumrinu í kvöld. Í sólskininu kom yfir okkur gríðarleg grillstemming svo við ákváðum að grilla og guð minn góður hvað það var gott. Grilluð piparsteik og mexíkóskir folaldastrimlar með grilluðu grænmeti og fersku salati með jarðarberjum bragðaðist algjörlega eins og sumar.

Jammý! Ég er komin á bragðið :Þ

sunnudagur, mars 16, 2008

Af skírn og glimrandi veðri

Í dag hef ég notið lífsins eftir ótrúlega skemmtilegt frænkukvöld í gærkveldi þar sem var óneitanlega hlegið dátt og hátt. Þetta verður sko endurtekið aftur við tækifæri.

Þegar ég vaknaði í morgun var sveitin mín í sínum fallegasta búningi. Ég elska Mývatnssveit þegar hún er í hvíta kjólnum sínum og sólin vermir kinnarnar á manni þó að hitastigið sé samt það kalt að snjórinn bráðnar ekki. Það er held ég bara EKKERT í heiminum sem mér finnst fallegra. Að þurfa að yfirgefa hana rétt um hádegi hefði verið sorglegt, en þar sem ferðinni
var heitið í skírn til Elvu og Hannesar slapp þetta fyrir horn. Skvísan sú ber frá og með deginum í dag nafn með rentu, heitir Ásdís enda er hún sannkölluð dís. Veðrið í Eyjafirðinum var náttúrulega ekki síðra en í háfjallasveitinni minni, enda virðast þau hjónakorn E og H vera á sér samningi hjá veðurguðunum ef marka má daginn og brúðkaupsdaginn þeirra hérna um árið. Það er ekki eðlileg veðursæld á stórum dögum í þeirra lífi, sama hvort það er vetur eða sumar.

En nú bíður mín næturvakt. Best að kyrja aðeins og slaka á taugunum áður en ég held í vinnuna.

Hafið það gott og vonandi nutuð þið veðurblíðunnar í dag.

Bara smá áminning fyrir mig: 33 dagar í NY... :D

miðvikudagur, mars 12, 2008

America's next topp model

Ég elska þessa þætti. Þessar skutlur eru svo dæmalaust tilgerðarlegar og svo innilega truntulegar að það er hreinlega ógeðslega fyndið. 

Lyktarskyn

Ég elska lyktina af nýklipptu hári... það er bara eitthvað við efnin sem þetta fagfólk notar í hárið á manni. Finnst ykkur það ekki?

laugardagur, mars 08, 2008

Ferðahugur...

Er Veronica Mars á leiðinni til NY??? Það skýrist á næstu dögum gott fólk.

Þeir sem skilja ekki, halda ábyggilega að ég sé gjörsamlega hreint gengin af göflunum. Ætli mér verði kannski ekkert hleypt heim úr vinnunni í kvöld heldur verði leidd inn á P-deildina...?

fimmtudagur, mars 06, 2008

Júhúúúú...!!!

Áfram MA!!! Tékkiði bara á þessu :D

Göngutúr með litlum sætum klaufabárðum úr fjölskyldunni



Hérna er einn klaufabárður úr fjölskyldunni. Þessi gutti var alveg á því að fara í göngutúr, hann hljóp fram úr okkur og ætlaði sko ekkert að snúa við. Við urðum að hlaupa drenginn uppi þegar hann var hættur að heyra í okkur orgin. Við þurftum líka algjörlega að selja honum hugmyndina um að nú væri kominn tími til að snúa við.




Hérna er annar klaufabárður úr fjölskyldunni, sem heitir reyndar ekki Bárður. Hann var nú meira á að láta reyna á þolinmæði móður sinnar með því að neita að ganga lengra... en móðir hans er alvöru Baldi og gaf sig hreint ekki.




Bárður apaköttur var endalaust að reyna að fara í kollnís (hvernig er þetta skrifað eiginlega...???). Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur. Úr þessari stellingu valt hann á hliðina þar sem gallinn heftir aðeins hreyfingarnar. Hann hefur getað farið í kollnís síðan hann gat labbað liggur við.




Veðrið var ótrúlega fallegt, kalt, snjór yfir öllu og bleikur himinn. Sjáið þið bara bleika himininn yfir Sjónarhólnum mínum :)




Hérna eru svo tröllin tvö, án þykkra hlífðargalla og stígvéla. Svo sannarlega lítið lukkutröll þessir tveir, finnst ykkur ekki? :)

Well Sue... these are two trolls in my family. Aren't they cute? :)

þriðjudagur, mars 04, 2008

Pískari...

Svei mér ef maður borgar ekki fyrir svoleiðis ef það virkar :)

Pískari... pælið í því að vinna við það að vera pískari.

sunnudagur, mars 02, 2008

Hardcore gella...

Ég hélt ég myndi drepast úr hlátri áðan. Ekki endilega vegna þess að hlátrasköllin myndu draga mig til dauða heldur aðallega vegna þess að ég táraðist svo gríðarlega mikið að ég sá ekki út úr augum... og ég sat undir stýri á þjóðvegi nr. 1.

Orsök táraflóðsins voru orðaskipti mismunandi kynslóða um samkynhneigð... Þetta var hræðilega fyndið. Sennilega samt svona mómet sem maður varð að upplifa til að skilja. Ýmsir sleggjudómar skutust fram í dagsljósið og ætla ég að nefna nokkra.

,,Hún er lessa, alveg hardcore gella sko..." ,,Hvað þýðir það?" ,,Svona... harðbrjósta!"
,,...og læturðu sjá þig með henni?"
,,Ég held það ætti að fara að taka upp afhommun aftur, þetta skýtur upp kollinum eins og gorkúlur..."

OMG! Þetta var bara alveg HRÆÐILEGA fyndið samtal. Ef þið skiljið þetta ekki þá verð ég bara að bjóða ykkur í bíltúr með þessu orðheppna fólki. Næsta umræðuefni var frelsun og Jesú... og hvítar dúfur. Vona að þið fattið hvernig þetta tengist allt saman.

laugardagur, mars 01, 2008

Birta!

Neibb, hefur ekkert með Eurovision að gera. Það er farið að birta fyrir kl 8 á morgnana. Mér finnst það yndislegt. Alveg yndislegt!