mánudagur, ágúst 20, 2007

F1 - Víti

Hjúff - er búin að sjá Landhelgisgæsluna að störfum með eigin augum. Stundum hefur það sína kosti að vera vakthafandi læknir á svæðinu. VARÐ bara að koma þessu að rétt sem snöggvast en skrifa betur um þetta síðar og læt þá kannski mynd fylgja með við sama tækifæri.

Sólveig - þreytt og sveitt á vaktinni :)

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Æfing björgunar...

Fékk að fara með Björgunarsveit Húsavíkur í æfingu út á rúmsjó um daginn. Æfingin gekk út á að komast um borð í hvalaskoðunarbát. Ég var dubbuð upp í þurrbúning með hjálm og alles og svo var brunað á 60km hraða í átt að sjóndeildarhringnum. Þetta var ótrúlega gaman. Hárið náttúrulega flaxaðist um allt og ef manni varð það á að opna munninn eða brosa þá flixuðust kinnarnar óneitanlega líka. Ætla ekki að bulla meir en læt myndirnar tala sínu máli :)
Neibb... ég er ekki að skíta á mig... ég er að losa loftið úr búningnum ;)

Hérna erum við svo orðin uppáklædd og bíðum bara eftir því að fá að hoppa um borð í björgunarsveitarbátinn

Hérna er svo báturinn að verða fullmannaður og allir tilbúnir að leggja í'ann.

Helgi tók svo örlítið betur á því en við flest hin, stökk út í sjóninn þegar hann var kominn til baka og svamlaði um himinsæll í slorinu ;)

Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og ég er komin á úthringilista hjá Björgunarsveitinni fyrir æfingar. Fæ svona sérstakan ,,gestaðgang" :D Ég mæli með þessu ef þið komist í eitthvað álíka.

laugardagur, ágúst 11, 2007

Loksins myndir... vonandi allavega :)

Það er komið að því... Ég er loksins í netsambandi hérna heima og er búin að setja inn myndirnar úr nýju myndavélinni og ætla að láta ykkur njóta afreksrar síðustu helgar. Ég, Ingibjörg og Bergþóra höfðum það nefnilega af í fyrsta skipti í allt of mörg ár að halda í ,,árlega" ferð hinna ,,einhleypu, ofurmyndarlegu, yfirmátasvölu, mývetnsku heimasæta,, og stefnan var auðvitað sett á Suðurá :)



Það var ljúft að koma á gamla góða staðinn, hreiðra um sig í kofanum sem var samt helst til skítugur í þetta skiptið og illa um gengið, skella kjötmeti á grillið og bara spjalla og njóta lífsins í afar góðum félagsskap. Við vorum hinar rólegustu og mikil ró farin að færast yfir okkur um hálf 3 leytið þegar allt í einu byrjuðu þvílíkar barsmíðar á kofanum, útidyrnar voru orðnar læstar utan frá og látunum ætlaði aldrei að linna. Það er ekki laust við að sumir (nefni engin nöfn) fengju aðeins fiðring í magann. Þetta reyndust þá vera ungir prakkarar úr sveitinni okkar íðilfögru sem höfðu lagt á sig rúmlega 1,5 klst akstur, keyrt ljóslausir síðasta spölinn og gengið svo síðasta hálfa kílómeterinn til að fullvissa sig um að þeir næðu að koma okkur á óvart. Veit ekki hvort það er nokkuð þörf á að taka það fram, en það tókst allavega hjá þeim. En svo að þið fáið nú að njóta smá sjálf, þá fylgja myndir.



Eins og sjá má rauk vel úr grillinu og við höfðum það af að grilla þessa fínustu kjötbita sem runnu ljúft niður.


Böglís tók vel til matar síns... jafnvel þó kjötið væri af fjórfættum alætum ;)
Ingibjörg einnig en henni fannst held ég kartöflusalatið best... ekki þarf það svo sem að koma svo mjög á óvart.
Hérna gefur svo að líta myndir af ,,draugunum" ógurlegu. Finnst ykkur þau ekki ógnandi? Hehe... þau kunna allavega að gefa frá sér ógnvekjandi hljóð með aðstoð þessa helv... risaskrúfjárns sem þau drösluðu með sér í þessa ævintýraför sína.


Böglís að æfa sig fyrir ,,Iceland's next top model" og tekur sig bara askolli vel út í sólinni... takið bara eftir því hvernig hennar íðilfögru, ljósu lokkar flaxast í golunni ;)


Og hér er svo drossían, Toyota of course sem hefur reynst okkur vel í sumar.

En nú er ég hætt í bili en þið megið vonandi eiga von á fleiri myndafærslum síðar. Njótið helgarinnar hvar sem þið eruð í heiminum :D

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Hestar eða flóðhestar?

Við fórum nokkur í gær að ná í hestana vestur í Heiði enda alveg kominn tími á að fara að þjálfa bollurnar fyrir smölun sem skellur á með haustinu. Bollur segi ég! Jább, þeir eru algjörar bollur og Askur minn er ekki bestur. Hann er með þvílíka ýstru að þegar ég var að þrengja gjörðina á hann þá rann hún smám saman fram á við og fram af bumbunni. Ég lét mér það nægja og skellti mér á bak. Með einn til reyðar og í hópi fleiri hrossa var riðið heim og hesta greyin komust varla áfram yfir eigin þyngslum. Mía, sem ég var með til reyðar og er sannkölluð frekjudós en fyrirgefst það næstum því fyrir að vera afskaplega fallegt hross, er svo feit að hún lítur út eins og flóðhestur á kýrstökki en ekki sem hross á tölti. Ég veit að sumir skilja ekki alveg hvað ég er að fara en reynið bara að sjá þetta fyrir ykkur.

En nú mun vera stíft æfingarprógram í gangi, útreiðar við hvert tækifæri svo bæði hestar og menn hristi af sér nokkur kíló og grömm :D

Annars bara óska ég ykkur góðrar helgar og vona að þið skemmtið ykkur vel en fallega og vonandi í sem bestu veðri :)