laugardagur, júní 17, 2006

Hæ hó jibbíjei og jibbíjei....

Til hamingju Ísland...

Sjaldan held ég að þessi fleygu orð eigi betur við en í dag. Og vonandi getum við bara endurtekið frasann eftir leikinn síðar í dag. Ég verð með krossaða fingur og held niðri í mér andanum allan tíma... þ.e. ef ég yfir höfuð fæ að sjá leikinn... og kannski ekki alveg allan tímann ;)

föstudagur, júní 16, 2006

Augl�sing!

Grrr... �a� er EKKERT, segi og skrifa EKKERT sem kveikir jafn miki� � m�r og n�jasta Dressman augl�singin... Get ekki hugsa� m�r neitt meira sex� en karlmenn � �llum aldri � mislitum sundbuxum fleygja s�r � sj�inn saman og koma svo �r kafinu, sk�lbrosandi og klappandi hvorum ��rum � baki� og gu� m� vita hvar annars sta�ar... (allar augl�singar klipptar og snurfunsa�ar til) Hva� ger�ist � me�an �eir voru � kafi??? Ma�ur spyr sig!

miðvikudagur, júní 14, 2006

Fundin :D

Jæja! Þá er ég loksins búin að finna bloggsíðuna mína aftur... steingleymdi nefnilega að ég var komin með blogg og mundi svo ekki hvernig ég átti að logga mig inn... hversu lélegur bloggari er maður þá???
Allavega, mest lítið að frétta. Er í góðu yfirlæti hér á Húsavík. Hver annar býr við þann lúxus að hafa live tónlist í hádegishlénu...??? Enginn!!! ég er viss. Hér búa þeir nefnilega svo vel að hafa úrvalalið af músíkölskum læknum, svo ég hef skráð mig í tónlistarskóla ;) (hefur verið tjáð að það sé skilyrði fyrir ráðningu að menn kunni á hljóðfæri...) Þessir músíkölsku læknar eru líka sumir svo vel giftir að þeir geta slegið fleiri flugur í hádeginu... nefnilega sungið ástarljóð til eiginkvenna sinna, en það vill svo heppilega til að þær eru sumar starfandi hjúkrunarfræðingar hér á Heilsugæslunni :) Hér er ALLT í plús.

föstudagur, júní 02, 2006

Ótrúlegt en satt...

Hver hefði trúað þessu? Ekki ég allavega, hélt ég væri svo langt því frá að hafa nokkra tjáningarþörf en annað hefur komið í ljós. Stóð sjálfa mig að því yfir sjónvarpinu í gærkveldi að vera farin að búa til bloggfærslu í huganum... og ég sem er/var ekki einu sinni með blogg. Getur verið að ástæðan sé sú að í sjónvarpinu sást einungis stórhríð eða er orsökin netsambandsleysi í minni annars mjög svo kósí íbúð...??? Lét mig samt hafa það að horfa á Desperate housewifes í þeim gæðum, hljóðið heyrðist ... svona megnið af þættinum allavega :)

Annars lítið að frétta. Komin til Húsavíkur og byrjuð að vinna, fyrsti sjúklingurinn að mæta eftir 5 mín og það varð einhver ruglingur með ,,mjúka startið"... átti bara að bóka í annanhvern tíma, en í staðin fengu ritararnir þau skilaboð að það mætti bóka tvo í hvern tíma... sem betur fer byrjuðu þær samt bara á að bóka einn í hvern tíma og þetta uppgötvaðist áður en ég var komin með 15 sjúklinga á mínar hendur :0/ Hefði verið glæsilegt eða hitt þó heldur.

Jæja, best ég fari að sinna sjúklingunum :)

Adios í bili