fimmtudagur, september 21, 2006

2. sept 2006














Fyrst maður er að standa í að hafa blogg á annað borð er ekki annað hægt en að minnast á brúðkaupið hennar Freydísar og hans Guðna. Þau gengu í það heilaga þann 2. sept. síðast liðinn eins og áður hefur komið fram hér á síðunni.

Hér á myndinni erum við sem sagt samankomnar á ný, herbergisfélgarnir úr Mexíkó. Alveg hreint ógleymanlegri ferð.

Takk fyrir mjög svo skemmtilegan dag brúðhjón.

Stend við matarboðið fljótlega...

mánudagur, september 18, 2006

Vinir á leið til ,,the land from below"... Nýja Sjálands

Var að koma heim frá því að kveðja skötuhjúin Elvu og Hannes í síðasta sinn í langan tíma. Er satt best að segja engan vegin að fatta að við munum að öllum líkindum ekki sjást í rúmt ár... RÚMT ÁR... mér finnst bara eins og við munum hittast aftur eftir 2 vikur... ca.

Ætla að því tilefni að skella inn nokkrum lýsandi myndum frá því fyrir rúmri viku síðan... úr kveðjupartýi sem fæstir muna nákvæmlega eftir, ekki að það sé neikvætt í þessu tilfelli, heldur frekar mælikvarði á að menn hafi skemmt sér ofur-vel ;)



Þetta voru náttúrulega BARA aðal-skutlurnar á staðnum... hehe... alveg hlutlaust og blákalt mat ;)




... þetta er BARA merki um hve innilegt kvöldið var og þar sem lesendur eru af öllum aldri og öllum trúfélögum, þá læt ég þessa mynd duga sem merki um innilegheit kvöldsins...



...og er einhverjum dirfist að detta í hug að það hafi ekki verið gaman þetta kvöld þrátt fyrir kannski svolítið sérstakt tilefni...



hefði ég haldið að þessi mynd segði meira en nokkur orð :D


Blessaðar séu minningar í vel geymdum sjóði og megi þær verða margar fleiri þegar þið snúið aftur úr þessu einstaka ævintýri. NJÓTIÐ út í ystu æsar og ekkert vera að sakna okkar neitt of mikið hérna á klakanum, við gleymum ykkur ekkert og tökum vel á móti ykkur við heimkomuna.Knús :O)

fimmtudagur, september 07, 2006

Þjóðarstolt... eða þjóðarrembingur???

Ég fylltist sérkennilegri tilfinningu í gær. Var að erindast í Skeifunni og ákvað að skella mér á einn af hinum mýmörgu ,,amerísku" veitingastöðum á svæðinu. Nei, hreint ekki... ekkert McDonalds, KFC eða hvað þetta heitir nú allt saman, heldur Subway. Þegar ég stend í biðröðinni heyri ég hallmæli um mitt kæra Frón og ég fylltist þessari merkilegu tilfinnigu og var alveg til í að snúa mér við til að andmæla þessu, en sat á mér. Hallmælin voru á bjagaðri íslensku og komu af vörum renglulegs unglingsdrengs, sem greinilega er af íslenskum ættum en hefur búið erlendis um óvissan tíma. Síðan þetta gerðist hef ég verið að velta því fyrir mér hvort þessi tilfinning sem ég fann fyrir flokkast undir stolt eða rembing, þjóðernisrembing altso.... Hvað segið þið???

Var annars að koma úr bíó, þriðja skipti á tæpri viku... Fór á eina franska mynd með Berglindi vinkonu minni. Verð samt eiginlega að segja alla söguna, því við ætluðum á spænska mynd sem heitir Volver... en þegar við mættum á staðinn var uppselt. Í staðinn fyrir að snúa frá og reyna að finna okkur einhverja aðra afþreyingu skelltum við okkur bara á þessa frönsku mynd, sem heitir Angel-A. Sérstök, meira að segja sérstök fyrir að vera frönsk, skemmtilega fyndin á köflum og alveg hreint absúrd endir... hvað meira getur maður farið fram á??? Ég allavega skemmti mér alveg ágætlega og er endurnærð á sál eftir þetta.

En nú ætla ég að beina athygli minni að hinum mjög svo uppörvandi ,,Bodys" á RÚV :)

þriðjudagur, september 05, 2006

United 93

Fyrst ég er byrjuð aftur á annað borð þá held ég bara skrifunum áfram.

Var að koma úr bíó með frú Elvu, skelltum okkur á eina af mörgum 11. september myndum sem skjóta upp kollinum þessa dagana, United 93. Ágætis mynd þannig, ekkert allt of mikil svona ,,USA the best" þvæla, þó það eymi svo sem aðeins af því. Mæli hins vegar ekki með reykingarlyktini af unglingunum sem sátu fyrir aftan mig, en geta alveg mælt með rakspíralyktinni af gaurnum sem sat fyrir framan mig, en hann er auðvitað taken... hehe ;)

Hver ætlar að koma með mér í bíó á heimildarmynd á fimmtudagskvöldið???

úllallala...

...eins og stendur í lagatexta frá þeim tíma sem maður hefði átt að vera gelgja... hvort það var það sem ég gerði læt ég ósagt og öðrum í té að tjá sig um.

Annars er kannski rétt að hafa þessa færslu svolítið í fréttatilkynningarstíl, nefnilega ýmislegt gerst síðan síðast :)

Ég er byrjuð aftur í skólanum. Búin með sumarvinnu og komst lífs af, en það sem meira er að ég hef ekki frétt af neinum á mínu svæði sem ekki lifði nærveru mína af, svo þetta er ALLT í plús :D

Ég er komin á nýjan bíl, ekki beint úr kassanum samt, en hann er mjög svo nýr fyrir mér og líkar Dr. Saxa hann bara mjög vel. Var svo ótrúlega góðu vön að ég varð að vanda valið vel, sem ég tel mig hafa gert. Nú er bara að bjalla ef þið viljið komast á rúntinn ;)

Ég er líka komin með nýjan síma og er að melta það með mér hvort ég á að kaupa mér digital myndavél... og svo andmæli ég náttúrulega þessu geðveikislega lífsgæðakapphlaupi sem ríkir hér á Íslandi þess á milli... hehe...!!!

Þess utan hefur nú lítið drifið á daga mína. Skellti mér í brúðkaup síðustu helgi, jebb, mín bara búin að ganga upp að altarinu... HAHAHA... hver trúir svo sem að það gerist í bráð??? ;) Ekki ég allavega. Nei, nei, svona grínlaust þá hélt ég mig á aftasta bekk í kirkjunni en það var hún Freydís góðvinkona mín sem gekk í það heilaga með honum Guðna sínum, með dyggri aðstoð hans Ella litla. Rosalega falleg brúður eins og lög gera ráð fyrir, en í þetta skiptið alveg hreint sérstaklega falleg. Brúðguminn ekki síðri, en fékk sennilega ekki að heyra það eins oft og brúðurin. Frábært veður, góður matur og skemmtilega kósí og róleg stemming í veislunni þar sem vinir og fjölskyldumeðlimir brúðhjónanna fóru á kostum með skemmtiatriðum.

En nú er ég hætt, ekki meiri bloggari í mér en þetta :)