föstudagur, ágúst 18, 2006

Siðmenning / Ómenning...???

Well oh well... back from the Sker, komin á Víkina, ein bíóferð til Akureyrar að baki og meira að segja búin að hafa það af að bruna til höfuðborgarinnar, halda eitt stykki fyrirlestur á ensku, njóta gestrisni frú Margrétar og ég veit ekki hvað og hvað. Mikið getur lífið veril ljúft án vaktsíma sem skugga :D

Nú er bara að redda automobile og þá er ég í góðum málum.

Takk fyrir komuna allir sem lögðu leið sína á Skerið á sínum tíma. Veit ekki hvort þetta hefði verið svona auðvelt án þeirra.

Þar til síðar, adios!

föstudagur, ágúst 11, 2006

úllalla... meira um EM

Jammý...!!! er búin að finna mína uppáhalds frjálsíþróttagrein :Þ Spjótkast karla. Ekki annað hægt en að hafa gaman af þeirri keppni, allavega í þau skipti sem að Andreas Thorkildsen er meðal þátttakenda. Ímynd karlmennsku og alveg hreint ótrúlega myndarlegur. Segi og skrifa... JAMMÝ!!! :Þ

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

EM

Merkilegt nokk... held ég gæti engan veginn gert mér það til lífs að komast 20 km á 1 klst og 20 mínútum, ekki á hlaupum og engan veginn gangandi... en þetta geta sumir. Datt inn í beina útsendingu frá EM og þar var verið að verðlauna karlmenn fyrir einmitt þetta afrek. Er full lotningar fyrir svona fólki :)

mánudagur, ágúst 07, 2006

Tæp vika í brottför... :)

Jæja, þá er eitt stykki Verslunarmannahelgi að baki og búið að vera óvenju mikið að gera hjá Héraðslækninum, og allt tengist það gestkomandi í Ásbyrgi og nágrenni.

Helgin byrjaði náttúrulega með hreint ótrúlegum tónleikum Sigurrósar í Ásbyrgi, í bongó-blíðu, blanka logni og brúsandi stemmingu. Þetta var hreint ótrúleg upplifun. Mjög ánægð með lögregluna á staðnum sem hleypti mér inn í botn á heilsugæslubílnum þrátt fyrir mótmæli einhverra landvarða... því annars hefði ég ekki mátt vera þarna. Leið reyndar alveg FÁRÁNLEGA illa að keyra í gegnum þvöguna, heyrandi fólk koma með misskemmtileg komment og á sama tíma að reyna að forðast að keyra á fólk. Leið meira að segja svo illa að ég var með tachycardiu (hraðan hjartslátt) og skjálfhent þegar ég mætti á bílastæðið, ekki laust við að áhrifa adrenalínsins gætti.

Hef annars reynt að taka lífinu rólega um helgina. Var náttúrulega alveg ömurlegt veður hérna í gær, hífandi rok, þoka og rigning... ekki alveg það sem manni finnst skemmtilegast.

Verð að viðurkenna að ég er farin að telja aðeins niður... svona pínu smá... sé fríhelgi um miðjan mánuðinn í hyllingum hreinlega. En áður en að henni kemur eiga frú Elva og herra Hannes eftir að kíkja í heimsókn og mér skilst að hún móðir mín stefni að því að kíkja líka áður en ég yfirgef staðinn. Jebb, afplánuninni fer að verða lokið og geðheilsan svona nokkuð í lagi... er reyndar farin að fá komment frá nákomnum að ég sé greinilega orðin eitthvað skemmd á þessum vikum hérna... en vonandi jafnar það sig fljótt.

En hætt þessu kjaftæði í bili... Síðar!!!!

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Aðdáendaklúbbur Dr. Saxa...

Ég á aðdáanda... dyggan aðdáanda. Hann talar ekki um annað en mig, sofnar með nafn mitt á vörum sínum, brestur í grát þegar hann þarf að fara frá mér (sem er nú ekkert nýtt að karlmenn geri við að yfirgefa mig... huhumm...) og horfir á mig með stjörnur í augum. Ég er ótrúlega sæl með þetta auðvitað :D

Vert að taka það fram kannski að drengurinn er ekki nema rétt tæplega 2gja ára :/

En hann er mikill aðdáandi engu að síður ;)

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Helgin...

Jæja! Hverjir eru búnir að ákveða hvað á að gera um Verslunarmannahelgina???

Hérna á Sléttunni eru plönin óðum að mótast. Stórtónleikar í Ásbyrgi á föstudagskvöld, laugardagur öllum opinn í góða veðrinu, sunnudagur til sælu svo það er meiningin að fylgja því gamla máltæki og mánudagur til mæ... já nei... ekki hjá mér í þetta skiptið :)

Annars lítið að frétta héðan af Skerinu. Góða veðrið er í ,,helgarfríi" til að það geti verið til staðar um helgina, og það í sínu allra fínasta pússi - ef veðurspáin reynist rétt... Myndi ekki veðja stórum upphæðum á það samt ;)