sunnudagur, mars 29, 2009

Fótbolti!

Ég kíkti á fótboltamót hjá 9 ára frænda mínum í dag. Ég hef bara heyrt sögur af svona mótum, en ekki upplifað þetta sjálf. Ég verð að segja að mér finnst foreldrarnir aðeins vera að tapa sér. Þarna stóðu þau á orginu og hvöttu börnin sín mest áfram þegar þau höfðu tæklað einhvern andstæðinginn af krafti. Þau stóðu flest öll inni á vellinum sjálfum, hoppandi þar og skoppandi eins og bavíanar hreinlega. Ég fékk rosalegan kjánahroll.

miðvikudagur, mars 25, 2009

Skattframtal 2009...

Ég sat í síðustu viku yfir þessu og rakst á múra í nánast öllum atriðum. Ég sótti því um frest en í dag réð ég fólk til að gera þetta fyrir mig. Ekki það að mitt framtal sé eitthvað flókið, það er bara eignarlausa ég en það er ýmislegt sem getur verið nógu flókið samt...

þriðjudagur, mars 24, 2009

Beðið eftir U2

Ég hélt ég væri búin að missa af U2 í Gautaborg... en það gæti farið svo að ég komist yfir miða 1. ágúst... Ég bíð bara :) Annars fer ég bara í NY :D Eða bara bæði :D :D

fimmtudagur, mars 19, 2009

Fúlar á móti!

Frábært leikrit! Algjört æði, ég fékk strengi í andlitið, maskara út á kinnar og leið bara þrusuvel í hjartanu mínu á eftir.

Þó er vert að hafa eftirfarandi atriði í huga:
1. Ef þú ert tepra... => Ekki láta þér detta í huga að fara á þetta leikrit
2. Ef þú ætlar að hafa þig til fyrir leikhúsferðina - Notaðu þá vatnsheldan maskara
3. Ef þú ert ekki búin að sjá þetta leikrit enn, en hyggst fara þá ráðlegg ég þér að byrja að æfa brosvöðvana sem fyrst því þú mátt reikna með ,,bros-boot-campi" hjá LA :)

þriðjudagur, mars 10, 2009

Alveg spök...!

Hafið þið pælt í því???

Prófið að svissa p-inu og k-inu í þessu orði... spök!

Bara pæling!

fimmtudagur, mars 05, 2009

No Line On The Horizon

Ég er alveg kolfallin fyrir nýju plötunni frá U2. Mér fannst dómarnir nú svolítið stórtækir þegar þeir fullyrtu að þetta væri besta plata U2 í fleiri tugi ára... og ekki breyttist skoðun mín þegar ég heyrði plötuna í fyrsta skipti. Eftir nokkur skipti í viðbót er ég bara farin að taka undir þetta. 

Þessi plata er ALGJÖRT æði. Var alveg kominn tími á hana :)