miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Hvað hefur á daga mína drifið frá því síðast?

Vá! Hlutir hafa gerst frá því síðast. Ég hef ekki einu sinni kíkt hingað inn í heljarinnar tíma og hef t.d. ekki hugmynd um hvenær síðasta komment kom hérna inn.

Það hefur verið mikið að gera síðustu vikur. Ég er öll að komast inn í hlutina hérna á FSA og er byrjuð að þekkja eina og eina hjúkku með nafni. Sambúðin gengur líka vel.

Það hefur óneitanlega verið tjúttað aðeins. Fyrst er að nefna árshátíð FSA sem haldin var í Sjallanum í október... Vá! Bráðum einn mánuður síðan. Allavega, þar voru menn eins og englaryki hafi verið dreyft í loftræstikerfið, allir með sólheimabrosið allan hringinn og í góðum tjúttgír. Það var ekki hægt að sjá neinn kynslóðamun eða stéttaskiptingu. Allir saman nú :)



Næst á eftir er að nefna Slægjuball heima í sveit þar sem var ótrúlega vel mætt, rútur úr nærsveitum mættu á staðinn og allir dönsuðu saman hvort heldur sem var tjútt, vals, rokk eða bara hopp og mjaðmasveiflur eins og í myndböndunum. Við stöllurnar 5 (ég, Bergþóra, Elva, Ingibjörg og Margrét) hittumst og elduðum saman, ég gerði sósu from scrach sem hann Jón Gunnar hefði þurft að smakka og hefði vonandi rennt niður með góðri lyst :)



Þriðju helgina í röð var tjúttað og í þetta skiptið lagði ég leið mína á minn fyrrverandi vinnustað, Húsavík, þar sem mér var tekið fagnandi úr öllum áttum og mér leið eins og heima hjá mér. Þar var líka dansað og sungið og skrafað og úr varð hálfur sólarhringur af skemmtun út í eitt. Hvernig er annað hægt en að fá hlýju í hjartað sitt við svona viðtökur :)



Ný dönsk lagði líka leið sína til Höfuðstaðar Norðursins og tóku nokkra tóna fyrir áhugasama. Ég, Elva, Ingibjörg og Þóra fórum og þetta var hrein upplifun. Ótrúlega gaman að rifja upp gamla takta og syngja með textum sem maður hefur ekki heyrt í... tja, það skiptir kannski ekki máli hve lengi :)



Síðustu helgi var ég svo að vinna en tók samt smá rúnt niður í bæ með kollegunum og skemmti mér konunglega. Þóra pæja var með Helgu skvísu systur í heimsókn. 



Nú er bara að finna tíma til að taka flugið til höfuðborgarinnar í eitt skipti í það minnsta fyrir jól og gera svo ótrúlega margt annað að ég kemst hreinlega ekki yfir það hvað lífið hefur upp á margt gott að bjóða :)

Ég ætla ekki að lofa færslu fljótlega aftur þar sem ég hef ekki minnstu hugmynd um hvort ég get staðið við það þannig að þið verið bara að fylgjast með.

Ég ætla bara rétt í lokin að óska Jóni Gunnari til hamingju með ótrúlegan bata á síðustu vikum. Þú ert sannkallað kraftaverk klaufabárðurinn þinn :)