fimmtudagur, apríl 17, 2008

Kastljós kvöldsins

Góða kvöldið. Tók einhver eftir því hvað Kastljósið var furðulegt í kvöld? Ég sá reyndar bara viðtalið við Hr. borgarstjóra og byggi þessa spurningu mína á því. Hárið á Ragnhildi Steinunni var ýmisst dökkt eða ljóst, allt eftir því hvort Ólafur var með henni í mynd eða ekki. Og hún var ýmist með penna í hæ. hönd eða engann penna. Þetta var hreinlega eins og þetta væri klippt saman eftir á.

Ég skora á ykkur að tékka á þessu.

Annars er ég á leiðinni til NY og hef þetta bara ekkert lengra í bili, nema kannski svona...

,,Next time on...": Myndir af SP og ÞKH + selebs í NY ;)

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Fjallið!

Það er skömm að segja frá því... EN ég hef bara farið tvisvar í fjallið í allan vetur. Það er náttúrulega út í hött þar sem það er í svona 10 mín fjarlægð. Það er reyndar helmingi oftar heldur en öll MA árin mín.

Það er allavega komið markmið fyrir næsta vetur, því þá ætla ég að vera orðin stoltur eigandi að skíðum og öllu því sem fylgir og misnota loksins nálægðina við fjallið. Ójá!

mánudagur, apríl 14, 2008

Handy smurf :)

Ég er Handy Smurf, hver hefði trúað því?

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Fló...

...á skinni

Gríðarlega sterkur leikur. Einfalt grín, og hálfgerður skrípaleikur sem maður þarf vissulega að vera í ákveðnum gír til að fíla
grínið. En ég mætti þreytt á svæðið en skemmti mér samt konunglega.

KONUNGLEGA!

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Af einkaþotum...

Oh hvað ég vorkenni forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem eru bitbein stjórnarandstöðunnar vegna meintrar hagkvæmnisferðar á leiðtogafund NATO. Þeir bara URÐU að fá einkaþotu til að flytja sig, það var hreinlega ódýrara, eða í það minnsta ekki svo miklu dýrara.
Ódýrara en hvað fyrirgefiði? Ég hugsa að ef þetta göfuglynda fólk hefði brotið odd af oflæti sínu og hreinlega flogið út á almennu farrými eins og við flest verðum að sætta okkur við að gera sjálf, þá hefðu þau getað sparað einhverja hundraðþúsundkalla fyrir íslenska ríkið eða  t.d. getað lagt fúlgu fjár í góð málefni í Rúmeníu og fengið fréttaumfjöllun um það í staðinn. Svei mér þá ef þau hefðu ekki hreinlega getað staðið undir kostnaði heils munaðarleysingjahælis um einhvern óákveðinn tíma fyrir mismuninn í þessu reikningsdæmi.

Kannski er það ekki alveg jafn bitastætt fréttaefni en ég hefði gefið þeim meira kredit fyrir það í það minnsta. En ég er bara pólitískur einfeldningur.

Hvað segið þið hin?

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Stelpurnar

Ég horfði á 1. seríuna af Stelpunum í dag. Ok, ok, ég er búin að vera að horfa mikið á sjónvarp síðasta sólarhringinn, en ég er nú einu sinni veik. Mér fannst þær fyndnar, mun fyndnari en Nacho Liebre. Ef ég verð heima á morgun verður það Pressan á morgun :)

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Nacho Liebre...

Ok, spurning hvort að ég gleymdi bara að taka sýruna mína í gærkveldi eða hvort ég var bara veik en mér stökk ekki bros á vör yfir þessari mynd. Mikil vonbrigði með hann Mr. Black vin minn sem hingað til hefur nú ekki brugðist mér. Ohh...