mánudagur, september 29, 2008

Af kverkaskít...

Rosalega er maður nú sjúkur.

Ég er búin að vera á næturvöktum síðustu vikuna og held því áfram. Ég var með leiðinda kverkaskít og sennilega bara með hita og pest, EN hafði ekki samviskubit til að hringja mig inn veika, það er jú enginn smuga með veikindi. Ég mætti því í vinnuna og tók reglulega paratabs til að geta sinnt sjúkum, svaf svo helling á milli vakta en tók meðvitaða ákvörðun um að fara ekki í heimsóknir til að smita nú ekki vini og ættingja af þessu leiðinda kvefi... Best að smita bara veika fólkið á spítalanum. Djöfull er maður sjúkur. Ég var reyndar yfir mig vandvirk með sprittið allan tímann svo það er enginn skaði skeður.

Og ég er orðin frísk :)

föstudagur, september 26, 2008

Svipmyndir af sumri

Ég veit upp á mig sökina. Hef ekki alveg verið með pennann í hönd undanfarið en þar sem ég er með kvefdruslu og þar af leiðandi með pirring í nefinu ætla ég að skella inn nokkrum myndum frá því í sumar.

Ég var held ég aldrei búin að sýna ykkur myndir úr Lofthellinum. Hérna fáið þið smá nasasjón en ekki vísbendingar um hvar hann er...

Ég var líka ansi dugleg við að ganga á fjöll, m.a. Bónda hérna við Eyjafjörðinn. Þaðan var náttúrulega hið besta útsýni...

Í góðum félagsskap á toppi tilverunnar :)

Ahh... nú er nefrennslið orðið helst til mikið og rúmið að verða helst til tælandi. Þar til síðar :)

þriðjudagur, september 09, 2008

Alveg sammála síðasta ræðumanni og eiginmanni hennar...

Lesið þettafærslu frá 6. september sl.